„Meistaraskólinn mun líða undir lok“

Formaður pípulagningameistara gagnrýnir að austurevrópskir iðnaðarmenn fari ekki í meistaraskóla …
Formaður pípulagningameistara gagnrýnir að austurevrópskir iðnaðarmenn fari ekki í meistaraskóla til að fá meistararéttindi. mbl.is/Jim Smart

„Það er verið að brjóta bæði lög og reglu­gerð með þess­um leyf­is­veit­ing­um og ef þetta fær að standa þá er verið að mis­muna Íslend­ing­um vegna þjóðern­is og Meist­ara­skól­inn mun líða und­ir lok.“

Þetta seg­ir Böðvar Ingi Guðbjarts­son, formaður Fé­lags pípu­lagn­inga­meist­ara, þar sem ekki eru gerðar kröf­ur til iðnmeist­ara frá Aust­ur-Evr­ópu um að afla sér meist­ara­rétt­inda hér á landi eins og Íslend­ing­ar þurfa að gera með tveggja ára meist­ara­námi eft­ir sveins­próf.

Mis­tök starfs­manns or­sök­in

Hann seg­ir að upp­haf þess­ar­ar deilu sé vegna mistaka starfs­manns hjá Iðunni fræðslu­setri þar sem ekki var skoðað inn­tak og lengd náms. Sam­tök iðnaðar­ins hafi strax gert at­huga­semd­ir við stjórn Iðunn­ar sem gekkst við mis­tök­un­um og gaf út nei­kvæða um­sögn í fram­haldi af því.

Enic/​Naric er skrif­stofa sem starfar víða um heim og sinn­ir aka­demísku mati á er­lendu námi. Skrif­stof­an ásamt Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS) og sýslu­manni gef­ur út meist­ara­bréf hér á landi.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert