Rúmmál kviku undir Svartsengi hefur aldrei verið meira

Líklegast er að kvika komi fyrst upp milli Sundhnúka og …
Líklegast er að kvika komi fyrst upp milli Sundhnúka og Stóra-Skógfells, líkt og í sex af síðustu sjö eldgosum frá árslokum 2023. mbl.is/Árni Sæberg

Kviku­söfn­un held­ur áfram á Reykja­nesskaga og rúm­mál kviku und­ir Svartsengi hef­ur aldrei verið meira frá því að gos­hrin­an hófst í des­em­ber 2023. 

Lík­leg­asta sviðsmynd­in að mati Veður­stofu Íslands er að þetta kviku­söfn­un­ar­tíma­bil endi með kviku­hlaupi og eld­gosi sem kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sund­hnúka og Stóra-Skóg­fells.

Í til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni kem­ur fram að skjálfta­virkni hafi auk­ist hægt síðustu vik­ur sem bendi til að þrýst­ing­ur á gosstöðvun­um sé að aukast. Gera þurfi ráð fyr­ir að eld­gos geti haf­ist með mjög skömm­um fyr­ir­vara.

Þá hef­ur verið gefið út nýtt hættumat­skort sem gild­ir frá deg­in­um í til 25. mars kl. 15. 

Kortið sýnir mat á hættu sem er til staðar og …
Kortið sýn­ir mat á hættu sem er til staðar og hættu sem gæti skap­ast með litl­um fyr­ir­vara. Ein­göngu er lagt mat á hættu inn­an þess­ara svæða, en hætta get­ur leynst utan þeirra. Lit­ur svæða end­ur­spegl­ar heild­ar­hættu inn­an þeirra. Sú hætta sem met­in er hærri en önn­ur inn­an svæða, er feitletruð í list­an­um á kort­inu. Kort/​Veður­stofa Íslands

Við hverju má bú­ast í næsta eld­gosi?

„Lík­leg­ast er að kvika komi fyrst upp milli Sund­hnúka og Stóra-Skóg­fells, líkt og í sex af síðustu sjö eld­gos­um frá árs­lok­um 2023. Gossprung­an gæti síðan breiðst út í norðaust­ur og/​eða suðvest­ur átt yfir nokkra kíló­metra. Slík eld­gos gætu orðið með mjög litl­um eða eng­um fyr­ir­vara.

Hins veg­ar er ekk­ert í mæligögn­um sem úti­lok­ar að eld­gos geti átt sér stað nærri eða sunn­an við Haga­fell, líkt og var í til­felli goss­ins í janú­ar 2024. Viðvör­un­ar­tími fyr­ir eld­gos sem hefst við Haga­fell væri lengri, um það bil 1 til 5 klukku­stund­ir. Lengri viðvör­un­ar­tími fer eft­ir því hversu langt suður kvik­an brýst áður en hún nær yf­ir­borði. Um það bil 4,5 klukku­stund­ir liðu frá fyrstu merkj­um þann 14. janú­ar þar til gosið hófst. Aukn­ing á jarðskjálfta­virkni er lík­leg ef kvik­an fer þessa leið,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert