Sérsveitin send til Bolungarvíkur

Samkvæmt heimildum mbl.is stendur aðgerðin yfir í Bolungarvík.
Samkvæmt heimildum mbl.is stendur aðgerðin yfir í Bolungarvík. mbl.is

Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var send til Bol­ung­ar­vík­ur á ní­unda tím­an­um í morg­un, en þá var fólk talið í hættu. Hættu­ástandi hef­ur hins veg­ar verið verið af­stýrt, að talið er.

Þetta staðfest­ir Hlyn­ur Haf­berg Snorra­son, yf­ir­lög­regluþjónn á Vest­fjörðum, í sam­tali við mbl.is. Hann seg­ir íbúa Bol­ung­ar­vík­ur ekk­ert þurfa að ótt­ast.

Ástandið var þannig í morg­un að bregðast þurfti skjótt við, að sögn Hlyns, og var sér­sveit­in send með þyrlu til Bol­ung­ar­vík­ur.

Hann vill ekki gefa upp hvers eðlis málið er eða hvort ein­hver hafi verið hand­tek­inn, en seg­ir lög­regl­una vera að ná utan um málið.

Aðgerðin hef­ur staðið yfir síðan í morg­un en henni er nú að ljúka.

Var ein­hver í hættu?

„Já, það var talið í morg­un,“ seg­ir Hlyn­ur.

Það er búið að af­stýra því ástandi?

„Já við telj­um það,“ seg­ir Hlyn­ur.

„Íbúar í Bol­ung­ar­vík þurfa ekki að ótt­ast neitt,“ seg­ir hann jafn­framt.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert