Stofnun sérstakrar leyniþjónustu ekki í farvatninu

Þorbjörg segir umræðuna ekki hafa ratað til ríkisstjórnarinnar.
Þorbjörg segir umræðuna ekki hafa ratað til ríkisstjórnarinnar. mbl.is/Eyþór

Ekki hef­ur komið til umræðu hjá rík­is­stjórn­inni að koma á sér­stakri leyniþjón­ustu hér á landi. Þetta seg­ir Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dótt­ir dóms­málaráðherra innt eft­ir svör­um að lokn­um rík­is­stjórn­ar­fundi í dag. 

Auk­in umræða hef­ur verið um stofn­un sér­stakr­ar leyniþjón­ustu hér á landi á meðal sér­fræðinga.

Bjarni Már Magnús­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans á Bif­röst, sagði í aðsendri grein í blaðinu í gær að Ísland væri ekki und­an­skilið ör­ygg­is­ógn­um og þyrfti að verja sig með sömu aðferðum og stærri ríki. Seg­ir hann að ef stigið yrði það skref að setja á lagg­irn­ar ís­lensk­an her væri rök­rétt að stofna sjálf­stæða leyniþjón­ustu.

Þá hef­ur Arn­ór Sig­ur­jóns­son varn­ar­mála­sér­fræðing­ur einnig sagt að varn­ar­mál ættu að vera í for­gangi hjá rík­is­stjórn­inni í þeim breytta heimi sem við búum í. Tel­ur hann að auka þurfi fjár­fram­lög til mála­flokks­ins. 

Vill auka fjár­fram­lög til Land­helg­is­gæsl­unn­ar

Georg Lárus­son, for­stjóri Land­helg­is­gæsl­unn­ar, sagði sömu­leiðis í viðtali á Rúv í gær að nauðsyn­legt væri að koma á fót grein­ing­ar­deild sem vinn­ur úr hernaðar- og varnar­upp­lýs­ing­um. Tel­ur hann að það skorti að geta unnið úr þeim upp­lýs­ing­um með mark­viss­um hætti í dag. 

Spurð hvort það standi til að stofna sér­staka stofn­un sem sinn­ir grein­ing­arþjón­ustu seg­ir Þor­björg að vinna standi yfir að móta ör­ygg­is- og varn­ar­stefnu lands­ins auk þess sem unnið sé að því að styrkja þá innviði sem þegar eru og nefn­ir hún sér­stak­lega Land­helg­is­gæsl­una og lög­regl­una. 

„Það sem við erum að horfa til þess að gera núna í sam­hengi við þess­ar aðstæður sem eru á alþjóðavett­vangi, og all­ir vita hverj­ar eru, er að horfa á þá innviði sem við búum yfir og hvernig við styrkj­um og efl­um þá. Við erum, sé ég fyr­ir mér, að auka fjár­fram­lög til Land­helg­is­gæsl­unn­ar og höf­um þegar ákveðið að auka fjár­fram­lög til lög­regl­unn­ar,“ seg­ir Þor­björg. 

Þá hyggst hún einnig leggja fram frum­varp á haust­mánuðum um aukn­ar heim­ild­ir í þágu lög­reglu­yf­ir­valda til að miðla gögn­um land­anna á milli. Seg­ir hún það meðal ann­ars hugsað til þess svo lög­reglu­yf­ir­völd á Íslandi standi jafn­ari fæti við lög­reglu­yf­ir­völd í ná­granna­ríkj­um okk­ar.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert