Féllst á áframhaldandi gæsluvarðhald

Sjö einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi.
Sjö einstaklingar sæta nú gæsluvarðhaldi. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Héraðsdóm­ur Suður­lands hef­ur fall­ist á kröfu lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi um áfram­hald­andi gæslu­v­arðhald yfir þrem­ur ein­stak­ling­um vegna rann­sókn­ar lög­regl­unn­ar á meintri fjár­kúg­un, frels­is­svipt­ingu og mann­drápi frá því í síðustu viku.

Einnig féllst dóm­ur­inn á kröfu lög­reglu­stjór­ans um gæslu­v­arðhald yfir ein­um ein­stak­lingi til viðbót­ar og sæta því sjö ein­stak­ling­ar gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. 

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­landi. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert