Íhuga að bera úrskurðinn undir dómstóla

Samskip hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar áfrýjunarnefndar samkeppnismála …
Samskip hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar áfrýjunarnefndar samkeppnismála í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sam­skip hafa sent frá sér eft­ir­far­andi yf­ir­lýs­ingu vegna ákvörðunar áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála í dag (teng­ill á fyrri frétt og millifyr­ir­sögn er frá mbl.is):

Áfrýj­un­ar­nefnd sam­keppn­is­mála hef­ur að hluta fall­ist á rök Sam­skipa í kæru fyr­ir­tæk­is­ins vegna ákvörðunar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins frá 31. ág­úst 2023 um meint ólög­legt sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa á ár­un­um 2008-2013. 4,2 millj­arða króna sekt­ar­ákvörðun Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hef­ur þannig verið lækkuð í 2,4 millj­arða króna og álykt­un­um eft­ir­lits­ins hafnað að hluta.

Sam­skip hafa frá upp­hafi hafnað al­farið öll­um ásök­un­um um hvers kyns sam­ráð við Eim­skip og með gögn­um og rök­um svarað álykt­un­um Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, sem sett­ar hafa verið fram án tengsla við gögn máls­ins og raun­veru­leg at­vik í rekstri skipa­fé­lag­anna.

Ljóst er að Sam­skip hafa orðið fyr­ir mikl­um kostnaði af málsmeðferð Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, sem staðið hef­ur yfir frá ár­inu 2010. Þá er ljóst að málið í heild sinni og fram­ferði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins á öll­um stig­um máls­ins hef­ur skaðað ímynd og orðspor fé­lags­ins.

Sam­skip hafa hins veg­ar talið mik­il­vægt að gera allt sem í valdi fé­lags­ins stend­ur til að leiða sann­leik­ann í ljós, þrátt fyr­ir að slík veg­ferð sé hvort tveggja í senn tíma­frek og kostnaðar­söm. Sam­skip og Sam­keppnis­eft­ir­litið hafa nú sex mánuði til að ákveða hvort úr­sk­urður áfrýj­un­ar­nefnd­ar verði bor­inn und­ir dóm­stóla.

Munu yf­ir­fara for­send­ur

Sam­skip munu halda áfram mála­rekstri á hend­ur Eim­skipi vegna þeirra röngu og til­hæfu­lausu saka sem Eim­skip bar Sam­skip í sátt sem gerð var við Sam­keppnis­eft­ir­litið í júní 2021. Yf­ir­lýs­ing­ar Eim­skips hafa valdið Sam­skip­um tjóni sem enn sér ekki fyr­ir end­ann á. Eim­skipi verður gert að svara fyr­ir þær gerðir fyr­ir dómi.

Sam­skip munu næstu daga og vik­ur yf­ir­fara nán­ar for­send­ur úr­sk­urðar áfrýj­un­ar­nefnd­ar­inn­ar og taka í fram­hald­inu ákvörðun um hvort mál­inu verði vísað til dóm­stóla. Fé­lagið kem­ur ekki til með að tjá sig frek­ar um málið fyrr en að þeirri yf­ir­ferð lok­inni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert