Kafbátarnir auðvelda vöktun neðansjávarstrengja

Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia.
Stefán Reynisson, framkvæmdastjóri Teledyne Gavia. mbl.is/Karítas

Stefán Reyn­is­son, fram­kvæmda­stjóri Tele­dyne Gavia, seg­ir fyr­ir­tækið, sem fram­leiðir ómannaða kaf­báta, vera í reglu­leg­um sam­skipt­um við ut­an­rík­is­ráðuneytið en nú muni Land­helg­is­gæsl­an í fyrsta skipti kaupa kaf­báta af fyr­ir­tæk­inu.

Kaf­bát­ar fyr­ir­tæk­is­ins hafa lengi verið notaðir af er­lend­um rík­is­stjórn­um, sjó­herj­um og land­helg­is­gæslu en hingað til hef­ur fyr­ir­tækið aðstoðað ís­lensk yf­ir­völd af og til í sjálf­boðastarfi.

„En núna er Land­helg­is­gæsl­an kom­in með þann mögu­leika að gera þetta al­veg sjálf­ir, sjálf­stætt – þegar þeir fá bát­ana,“ seg­ir Stefán.

„Við erum stolt að vinna að auknu ör­yggi okk­ar á Íslandi með ís­lensk­um yf­ir­völd­um. Sér­stak­lega við þessa krí­tísku innviði sem við höf­um, eins og neðan­sjáv­ar­streng­irn­ir okk­ar sem eru okk­ar teng­ing við um­heim­inn. Við erum búin að vinna með svo mörg­um öðrum rík­is­stjórn­um í gegn­um tíðina í að gera ná­kvæm­lega þetta að það er frá­bært að geta haldið vinn­unni áfram á Íslandi í góðu sam­starfi við Land­helg­is­gæsl­una og ut­an­rík­is­ráðuneytið.

„Núna er Landhelgisgæslan komin með þann möguleika að gera þetta …
„Núna er Land­helg­is­gæsl­an kom­in með þann mögu­leika að gera þetta al­veg sjálf­ir, sjálf­stætt – þegar þeir fá bát­ana,“ seg­ir Stefán. Ljós­mynd/​Aðsend

Íslenskt fyr­ir­tæki, hug­vit og fram­leiðsla

Tele­dyne Gavia fram­leiðir ómannaða kaf­báta sem geta skannað sjáv­ar­botn­inn. Við það er notaður annaðhvort hliðarsón­ar eða svo­kallaðir fjöl­geislamæl­ar sem notaðir eru til að mæla hvað er á sjáv­ar­botn­in­um. Þannig get­ur kaf­bát­ur­inn fylgt hlut­um eins og ol­íu­píp­um og köpl­um neðan­sjáv­ar og fundið ein­staka kap­al, fylgt hon­um og tekið són­ar­mynd­ir af öllu um­hverf­inu þar í kring.

Gögn­un­um er svo komið til viðeig­andi aðila, sem þurfa að fylgj­ast með hvað er í gangi. Þetta er til að mynda notað af herj­um þegar finna þarf sprengj­ur á sjáv­ar­botn­in­um og af olíu­fé­lög­um til að fylgj­ast með ol­íu­píp­um neðan­sjáv­ar.

„Í Póllandi erum við til dæm­is með kúnna sem hafa fundið þúsund­ir sprengna, flest­ar frá seinni heims­styrj­öld,“ seg­ir Stefán.

„Í þessu til­felli mun Land­helg­is­gæsl­an nota tækið til að fylgj­ast með neðan­sjáv­ar, hvort að allt sé í góðu með streng­ina okk­ar eða hvort ein­hverj­um hafi dottið í hug að setja eitt­hvað ná­lægt þeim.“

Aðspurður seg­ir Stefán fyr­ir­tækið hafa verið stofnað út frá Há­skóla Íslands en stofn­andi fyr­ir­tæk­is­ins hafi verið Hjalti Harðar­son. Árið 2010 var fyr­ir­tækið keypt af banda­rísku há­tæknifyr­ir­tæki að nafni Tele­dyne Technologies. Fyr­ir­tækið seg­ir hann enn þá vera ís­lenskt fé­lag með hug­vit á Íslandi, eina breyt­ing­in sé að eig­and­inn er banda­rískt fé­lag, sem er á markaði.

„Þetta er al­gjör­lega enn þá ís­lenskt hug­vit, ís­lensk fram­leiðsla og ís­lenskt fyr­ir­tæki.“

„Þetta er algjörlega enn þá íslenskt hugvit, íslensk framleiðsla og …
„Þetta er al­gjör­lega enn þá ís­lenskt hug­vit, ís­lensk fram­leiðsla og ís­lenskt fyr­ir­tæki,“ seg­ir Stefán. Ljós­mynd/​Aðsend

Són­ar­mynd­ir af aðstæðum neðan­sjáv­ar

Aðspurður seg­ir Stefán kaf­bát­ana al­veg sjálf­stýrða. Ferl­inu megi í raun líkja við gervi­greind.

„Við erum með staðsetn­ing­ar­búnað inni í bátn­um sem tek­ur við alls kon­ar gögn­um sem hann not­ar til að stýra sér sjálf­ur. Það sem not­andi báts­ins ger­ir er að hann býr til verk­efni eða leiðsögn fyr­ir hann, hvað hann á að gera. Oft er það að fara og skanna ákveðið svæði, ná að halda sér fimm metr­um fyr­ir ofan botn­inn, og slík­ar leiðbein­ing­ar.

Þetta ger­um við allt í okk­ar hug­búnaði, send­um áætl­un­ina í bát­inn og hann bara ger­ir það sem hon­um er sagt. Þannig að hann tek­ur inn þessi gögn og keyr­ir verk­efn­in al­gjör­lega án nokk­urr­ar teng­ing­ar við yf­ir­borðið.“

Það þarf þá eng­inn að hafa yf­ir­sjón með kaf­bátn­um frá yf­ir­borðinu?

„Nei, en aft­ur á móti er hægt að fylgj­ast með á meðan hann er neðan­sjáv­ar. Hann er niðri í marg­ar klukku­stund­ir, með eitt verk­efni get­ur hann verið sjö klukku­stund­ir neðan­sjáv­ar. Frá yf­ir­borðinu er hægt að senda niður það sem kall­ast hljóðbylgju modem, sem nota hljóð neðan­sjáv­ar til að senda hon­um gögn og geta fengið gögn til baka.

Þessi gögn eru þó bara mjög lít­il, þú ert ekki að fá mynd­ir held­ur staðfest­ingu frá kaf­bátn­um um að allt sé í góðu og að hann sé að halda áfram sínu verk­efni. Þannig er hægt að fylgj­ast með hon­um en ekki fá upp­lýs­ing­ar í raun­tíma.“

Fást þær upp­lýs­ing­ar þá þegar hann kem­ur aft­ur á yf­ir­borðið?

„Já, það eru aðallega són­ar­mynd­ir sem eru þó bún­ar þannig til að þær eru mjög lík­ar ljós­mynd­um, upp­lausn­in á þeim er rosa­lega há. Það geta líka verið þrívídd­ar­mynd­ir, ef við not­um svo­kallaða fjöl­geislamæla.

Svo get­um við notað ljós­mynd­ir líka, en vanda­málið er að það er svo grugg­ugt vatnið á Íslandi að við sjá­um illa í gegn­um vatnið.“

Aðspurður segir Stefán kafbátana alveg sjálfstýrða. Ferlinu megi í raun …
Aðspurður seg­ir Stefán kaf­bát­ana al­veg sjálf­stýrða. Ferl­inu megi í raun líkja við gervi­greind. Ljós­mynd/​Aðsend

Ekki nýtt á nál­inni að nýta bát­ana í varn­ar­mál

Hef­ur sam­tal við ut­an­rík­is­ráðuneytið átt sér stað?

„Við erum í stans­laus­um sam­skipt­um við ut­an­rík­is­ráðuneytið. Allt sem við ger­um er svo­kallaður leyf­is­skyld­ur út­flutn­ing­ur, þannig að við þurf­um að fá leyfi frá ráðuneyt­inu fyr­ir öllu sem við ger­um.

Við höf­um unnið með þeim og Land­helg­is­gæsl­unni í þess­um verk­efn­um í gegn­um tíðina. Þá höf­um við bara verið í sjálf­boðavinnu að aðstoða til dæm­is Land­helg­is­gæsl­una þar sem slys hafa orðið, eins og flug­vél­in í Þing­valla­vatni. Við höf­um líka aðstoðað aðeins við að leita að ein­hverj­um sprengj­um eða þegar stór her­skip koma og krafa er gerð um að skanna svæði.

Þannig að við höf­um verið í góðu og löngu sam­starfi við Land­helg­is­gæsl­una og ut­an­rík­is­ráðuneytið.“

Það er þá ekki ný hug­mynd að nýta kaf­bát­ana í varn­ar­mál á Íslandi?

„Nei, mjög stór kúnna­hóp­ur hjá mér er­lend­is er að gera ná­kvæm­lega þetta. Þannig að við erum með báta út um all­an heim sem eru notaðir af rík­is­stjórn­um, sjó­herj­um og land­helg­is­gæslu.

En við höf­um meira verið að aðstoða ís­lensk yf­ir­völd við og við, en núna eru þau kom­in með þann mögu­leika að gera þetta al­veg sjálf, sjálf­stætt, þegar þau fá bát­ana.“

„Við höfum verið í góðu og löngu samstarfi við Landhelgisgæsluna …
„Við höf­um verið í góðu og löngu sam­starfi við Land­helg­is­gæsl­una og ut­an­rík­is­ráðuneytið,“ seg­ir Stefán. mbl.is/​Karítas

Upp­færslu­verk­efni í sam­starfi við Land­helg­is­gæsl­una

Að sögn Stef­áns mun Tele­dyne Gavia af­henda Land­helg­is­gæsl­unni báta en þaðan af mun hún al­farið sjá um notk­un þeirra sjálf. Þá seg­ir hann Gæsl­una búa yfir mjög hæfu liði. „Þeir eru sér­fræðing­ar á þessu sviði og munu keyra bát­inn í þessu verk­efni.“

„Við erum ekki í þjón­ustu­hlut­verki. Við hönn­um og fram­leiðum bát­ana og selj­um þá. Í þessu til­felli eru þau að taka við bát sem var í eigu rík­is­ins fyr­ir. Hann var notaður af há­skól­an­um áður en nú er verið að færa hann yfir til Land­helg­is­gæsl­unn­ar. Við erum þó að fara í upp­færslu­verk­efni á hon­um í sam­starfi við Land­helg­is­gæsl­una. Svo verður hann af­hent­ur þeim.“

Þannig að ykk­ar inn­koma á þess­um tíma­punkti er að gera bát­inn upp?

„Já, við erum að taka hann og koma hon­um í eins gott form og við get­um. Hann var aðallega notaður af há­skól­an­um við haf­rann­sókn­ir, sem er aðeins öðru­vísi en það sem hann verður notaður í núna. Þannig að við erum að bæta við hann eig­in­leik­um þannig að hann sé bet­ur til­fall­inn til að klára þetta verk­efni.“

„Við erum ekki í þjónustuhlutverki. Við hönnum og framleiðum bátana …
„Við erum ekki í þjón­ustu­hlut­verki. Við hönn­um og fram­leiðum bát­ana og selj­um þá,“ seg­ir Stefán. mbl.is/​Karítas
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert