Ólögmætt samráð skipafélaga staðfest

Arnarfell á siglingu. Samskip og Eimskip höfðu ólögmætt verðsamráð árin …
Arnarfell á siglingu. Samskip og Eimskip höfðu ólögmætt verðsamráð árin 2008 til 2013. Um þetta fjallar Samkeppniseftirlitið á heimasíðu sinni í dag. Ljósmynd/Samskip

Í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar sam­keppn­is­mála, sem var kveðinn upp í dag, er staðfest að Sam­skip hafi haft ólög­mætt sam­ráð við Eim­skip á ár­un­um 2008 til 2013. Frá þessu grein­ir Sam­keppnis­eft­ir­litið á heimasíðu sinni.

„Með úr­sk­urðinum er Sam­skip­um gert að greiða 2,3 millj­arða króna sekt í rík­is­sjóð fyr­ir al­var­leg og um­fangs­mik­il brot gegn 10. gr. sam­keppn­islaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samn­ings­ins. Jafn­framt er Sam­skip­um gert að greiða 100 millj­ón[a] króna sekt fyr­ir að hafa brotið gegn upp­lýs­inga­skyldu fyr­ir­tæk­is­ins sam­kvæmt 19. gr. Lag­anna,“ seg­ir í til­kynn­ingu Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins.

Seg­ir þar enn frem­ur að rann­sókn á sam­ráði Sam­skipa og Eim­skips hafi haf­ist í kjöl­far hús­leit­ar Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hjá fyr­ir­tækj­un­um haustið 2013 og hafi önn­ur hús­leit verið fram­kvæmd á ár­inu 2014. Hafi rann­sókn­in leitt í ljós að fyr­ir­tæk­in höfðu haft með sér ólög­mætt sam­ráð sem þau hafi ákveðið að auka veru­lega á ár­inu 2008.

Verk­efnið „nýtt upp­haf“

„Með það fyr­ir aug­um funduðu æðstu stjórn­end­ur fyr­ir­tækj­anna í húsa­kynn­um fjár­fest­ing­ar­fé­lags aðal­eig­anda Sam­skipa 6. júní 2008 þar sem þeir ákváðu að hefja um­fangs­mikið sam­ráðsverk­efni sem var nefnt „Nýtt upp­haf“ eða „New beg­inn­ing“,“ seg­ir í fram­hald­inu og vís­ar Sam­keppnis­eft­ir­litið því næst til úr­sk­urðar áfrýj­un­ar­nefnd­ar (ská­letr­un er eft­ir­lits­ins):

Í úr­sk­urði áfrýj­un­ar­nefnd­ar er því slegið föstu að „áfrýj­end­ur (Sam­skip) hafi brotið gegn 10. gr. sam­keppn­islaga og 1. mgr. 53. gr. EES-samn­ings­ins með margþættu og langvar­andi ólög­mætu sam­ráði við Eim­skip á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu. Þar á meðal var um að ræða sam­ráð fyr­ir­tækj­anna á ár­inu 2008 með verk­efn­inu „Nýtt upp­haf“ sem hófst í júní 2008 og hafði það að mark­miði að raska sam­keppni, auk sam­ráðs sem laut að breyt­ing­um á sigl­inga­kerfi Eim­skips sem komu til fram­kvæmda í lok júlí sama ár [...] . Þá er sannað að fyr­ir­tæk­in hafi viðhaft markaðsskipt­ingu („frið“) sem fól í sér að þau forðuðust að keppa um mik­il­væga viðskipta­vini hvors ann­ars, en sú hátt­semi stóð yfir á ár­un­um 2009–2012 [...] Þá höfðu fyr­ir­tæk­in með sér sam­ráð um nán­ar til­greind verðlags­mál­efni og önn­ur viðkvæm sam­keppn­is­mál­efni.“

Rek­ur eft­ir­litið að fram komi í ívitnuðum úr­sk­urði að nán­ar til­tekið sam­starf Sam­skipa og Eim­skips hafi ekki falið í sér brot en „[a]llt að einu er það niðurstaða máls­ins að staðfesta beri hina kærðu ákvörðun um veiga­mestu þætti henn­ar sem áður hef­ur verið gerð grein fyr­ir.“

Yf­ir­burðastaða og fákeppni

Enn er vitnað beint til frá­sagn­ar Sam­keppnis­eft­ir­lits:

Við mat á sekt­um Sam­skipa seg­ir áfrýj­un­ar­nefnd að horfa verði til þess að brot Sam­skipa „voru um­fangs­mik­il og áttu sér stað á fjög­urra og hálfs árs tíma­bili, sem nær frá júní 2008 til loka árs 2012 svo sem áður grein­ir. Brot­in áttu sér stað á þjóðhags­lega mik­il­væg­um mörkuðum þar sem áfrýj­end­ur og Eim­skip voru í yf­ir­burðastöðu og fákeppni ríkti. Á rann­sókn­ar­tíma­bili máls­ins nam virði vöru­út­flutn­ings 29–35% af vergri lands­fram­leiðslu og virði vöru­inn­flutn­ings 26–30%, en meg­inþorri flutn­inga til og frá land­inu er með skip­um. Þar und­ir fell­ur meðal ann­ars veru­leg­ur hluti neyslu­vara sem flutt­ur er til lands­ins og aðföng og rekstr­ar­vör­ur fyr­ir fram­leiðslu­fyr­ir­tæki (sjá m.a. kafla 35.2.5 í hinni kærðu ákvörðun). Því ligg­ur fyr­ir að sam­ráð flutn­inga­fyr­ir­tækja get­ur stuðlað að hækk­un á flutn­ings-kostnaði og þannig valdið neyt­end­um og fyr­ir­tækj­um um­tals­verðu tjóni og skert sam­keppn­is­hæfni. Jafn­framt er þess að geta að sam­ráðsbrot­in áttu sér þegar ís­lenskt sam­fé­lag glímdi við af­leiðing­ar efn­hags­hruns­ins sem varð á ár­inu 2008 og brýnt var að virk sam­keppni ríkti á flutn­inga­mörkuðum.

Telji áfrýj­un­ar­nefnd­in að brot Sam­skipa „gegn upp­lýs­inga­skyldu sam­kvæmt 19. gr. sam­keppn­islaga voru einnig al­var­leg enda voru þau til þess fall­in að hindra rann­sókn máls­ins. Þar sem upp­lýs­inga­skylda fyr­ir­tækja er mik­il­væg for­senda skil­virkra rann­sókna sam­keppn­is­yf­ir­valda er brýnt að viður­lög fyr­ir brot gegn þeirri skyldu hafi varnaðaráhrif.

Seg­ir Sam­keppnis­eft­ir­litið und­ir lok um­fjöll­un­ar sinn­ar að þætti Eim­skips í brot­un­um hafi lokið með sátt sem fyr­ir­tækið gerði við eft­ir­litið á ár­inu 2021. Með sátt­inni hafi Eim­skip viður­kennt brot, greitt stjórn­valds­sekt að fjár­hæð 1,5 millj­arða króna og skuld­bundið sig til að grípa til nán­ar til­tek­inna aðgerða í því skyni að koma í veg fyr­ir frek­ari brot og stuðla að auk­inni sam­keppni.

Seg­ir svo í niður­lagi:

„Áður hafði hol­lenska sam­keppnis­eft­ir­litið lagt sekt­ir á fyr­ir­tæk­in vegna al­var­legs ólög­mæts sam­ráðs þeirra á frystigeymslu­markaði í Hollandi á ár­un­um 2006-2009 en þess­ar geymsl­ur voru m.a. notaðar við út­flutn­ing á ís­lensk­um sjáv­ar­af­urðum. Eim­skip undi niður­stöðu hol­lenska eft­ir­lits­ins en Sam­skip skaut mál­inu til þarlendra dóm­stóla sem staðfestu brot Sam­skipa. Lauk því máli end­an­lega með dómi áfrýj­un­ar­dóm­stóls í nóv­em­ber 2024.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert