Langþreytt á að leita bara að einhverju fyrir börnin

Elísa segir erfitt að setja börn í úrræði sem vitað …
Elísa segir erfitt að setja börn í úrræði sem vitað er að virka ekki. Samsett mynd

Hóp­ur barna sem glím­ir við al­var­leg­an fíkni- og hegðun­ar­vanda hef­ur stækkað meira en hann hefði þurft að gera og vandi barn­anna hef­ur þyngst, vegna skorts á viðeig­andi meðferðarúr­ræðum á veg­um Barna- og fjöl­skyldu­stofu síðustu ár. Eitt­hvað sem hefði ekki þurft að ger­ast ef börn­in hefðu verið grip­in fyrr og unnið mar­visst í vanda þeirra.

Til­kynn­ing­um til barna­vernd­ar vegna af­brota, sjálfsskaða og neyslu barna og ung­menna hef­ur fjölgað til muna vegna þessa.

Þetta seg­ir Elísa Ing­ólfs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur, í sam­tali við mbl.is.

Ástandið nú er verra en árið 2023 þegar starfs­fólk barna­vernd­ar taldi að botn­in­um væri náð í þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda. Síðan hef­ur úrræðum bara fækkað.

Beita úrræðum sem þau vita að skila ekki ár­angri 

Elísa seg­ir ástandið al­gjör­lega óá­sætt­an­legt. Börn með svo al­var­leg­an vanda geti ekki beðið. Þá séu for­eldr­ar marg­ir hverj­ir að þrot­um komn­ir, sem og fé­lags­ráðgjaf­ar barna­vernd­ar.

„Við sem vinn­um í kerf­inu erum auðvitað orðin langþreytt á bíða. Það er erfitt fyr­ir þá sem leggja hjarta og sál í það að leita allra leiða með börn­um og ung­menn­um og fjöl­skyld­un­um þeirra, að vera sí­fellt að leita bara að ein­hverju til gera af því úrræðin sem börn­in þurfa eru ekki til eða ekki opin. Það er svo­lítið það sem við stönd­um frammi fyr­ir,“ seg­ir Elísa.

„Þetta þýðir auðvitað það, ef við töl­um um barn sem þyrfti að vera á meðferðar­heim­ili á veg­um Barna- og fjöl­skyldu­stofu, en kemst ekki að, vandi þess er auðvitað bara að vaxa og dafna á meðan við erum að bíða. Og erum að beita kannski í millitíðinni ein­hverj­um væg­ari úrræðum sem við vit­um að skila ekki lang­tíma­ár­angri.“

Elísa bend­ir á að fjöl­mörg­um meðferðarúr­ræðum hafi verið lokað á síðustu árum, meðal ann­ars vegna auk­inn­ar áherslu á MST-fjöl­kerfameðferð sem fer fram inni á heim­il­um barn­anna, með aðkomu ým­issa fagaðila. Slík meðferð henti hins veg­ar ekki nema ákveðnum hópi barna. Og alls ekki þeim sem glíma við þyngsta vand­ann.

„Það var áherslu­atriði að inn­leiða hana og gera það vel. Það úrræði er vissu­lega frá­bært og hent­ar mörg­um og við náum oft utan um mál­in með því úrræði. En eft­ir standa ung­menni með það mik­inn vanda, það get­ur verið þroska­legs eðlis, fíkni­vandi eða sam­bland af mörgu, þá þurfa þau þyngra inn­grip inn í sitt líf,“ út­skýr­ir hún.

Kall­inu ekki svarað

Síðasta árið hafa Stuðlar verið eina úrræðið í boði fyr­ir þenn­an hóp barna, eða þar til í fe­brú­ar þegar meðferðar­heim­ilið Blöndu­hlíð, sem stóð til að opna í Mos­fells­bæ, var loks opnað tíma­bundið á Vogi. 

Á Stuðlum fór fram meðferðar- og grein­ing­ar­vist­un en Elísa seg­ir ástandið þar þó hafa verið erfitt lengi. Ekki hef­ur verið boðið upp á slíka meðferð á Stuðlum síðan í haust, eða frá því eft­ir brun­ann í októ­ber þar sem 17 ára pilt­ur lést. Þar eru nú aðeins fjög­ur meðferðarpláss ætluð allra þyngstu til­fell­un­um; aðallega börn­um í gæslu­v­arðhaldi og afplán­um. Og hef­ur þeim börn­um fjölgað.

Í Blöndu­hlíð er nú boðið upp á meðferðar- og grein­ing­ar­vist­un og á Bjargey í Eyjaf­irði er boðið upp á lang­tímameðferð fyr­ir stúlk­ur. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði hef­ur hins veg­ar verið í boði fyr­ir drengi í tæpt ár, eða frá því Lækj­ar­bakka var lokað vegna myglu í apríl í fyrra. Það verður í fyrsta lagi í haust sem hægt verður að opna úrræðið aft­ur í Gunn­ars­holti.

Frá því farið var að loka úrræðum hafa barna­vernd­arþjón­ust­ur á land­inu kallað eft­ir því að önn­ur komi í staðinn. Því kalli hef­ur ekki verið svarað, nema síður sé.

Eng­in til­laga orðið að veru­leika 

Þegar út kom skýrsla stýri­hóps um fyr­ir­komu­lag þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda árið 2023, þá gætti mik­ill­ar bjart­sýni hjá starfs­fólki barna­vernd­arþjón­ust­unn­ar. Von­ir voru bund­ar við að loks­ins færi að sjá til sól­ar í mála­flokkn­um. 

Sam­hliða var einnig verið að vinna að því að inn­leiða breytt verklag með far­sæld­ar­lög­gjöf­inni, sem átti að tryggja að kerf­in gætu unnið bet­ur sam­an.

Lagði stýri­hóp­ur­inn til fjór­tán til­lög­ur að úrræðum og var meðal ann­ars talað um að ráðast þyrfti í bráðaaðgerð við að koma á fót vist­unar­úrrði fyr­ir börn með al­var­leg­an hegðun­ar­vanda sem glíma ekki við fíkni­vanda. Þar sem skaðlegt væri að vista þau börn með börn­um í neyslu, líkt og hef­ur verið gert.

„Við vor­um rosa­lega spennt þá, og þá var lof­orð frá þáver­andi ráðherra og yf­ir­völd­um, að þrátt fyr­ir að áhersl­an væri að styrkja fyrsta og ann­ars stigs þjón­ustu, þá verði að koma til úrræði fyr­ir þyngstu mál­in, hratt og vel. Af því við get­um ekki skilið þau börn eft­ir,“ seg­ir Elísa. Það var hins veg­ar ekki raun­in.

„Síðan þá erum við í verri stöðu, af því Lækj­ar­bakka er lokað og svo er ástandið eins og við vit­um á Stuðlum. Þannig við erum með enn færri úrræði núna, vorið 2025, en þegar okk­ur fannst við vera í al­gjör­lega lægsta punkti í kring­um 2023.“

Ekk­ert úrræðanna sem stýri­hóp­ur­inn lagði til hef­ur enn orðið að veru­leika, tæp­um tveim­ur árum eft­ir að þáver­andi mennta- og barna­málaráðherra, Ásmund­ur Ein­ar Daðason, tók við skýrsl­unni.

„Þetta er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt“

Elísa seg­ir opn­un Blöndu­hlíðar á Vogi í fe­brú­ar hafa haft ein­hver já­kvæð áhrif. Hóp­ur­inn sem bíði sé hins veg­ar orðinn svo stór og vandi barn­anna svo þung­ur að já­kvæðu áhrif­anna gæti minna fyr­ir vikið.

„Jú auðvitað er eitt­hvað farið af stað þar og við vit­um að þau hjá Barna- og fjöl­skyldu­stofu eru á sömu veg­ferð og við og vilja bæta úr og breyta, en biðin er orðin svo löng og hóp­ur­inn orðinn óþarf­lega stór, sem þarf þessi úrræði, af því við höf­um þurft að bíða svo lengi eft­ir þeim.“

Ein­hver hluti þá sem þyrfti að kom­ast í lang­tíma­úr­ræði, sem er ekki í augn­sýn al­veg á næst­unni?

„Já, og svo auðvitað um leið og eitt­hvað opn­ar, eins og Blöndu­hlíð, þá eru þau bara strax að vinna á löng­um biðlista og biðin held­ur áfram, af því það eru ekki nógu mörg pláss sem eru opnuð.“

Sveit­ar­fé­lög­in hafa í ein­hverj­um til­fell­um getað leitað til einkaaðila varðandi úrræði, sem mörg hver eru mjög góð, að sögn Elísu. Nefn­ir hún sem dæmi Kletta­bæ og Heil­indi, sem eru bú­setu­úr­ræði fyr­ir börn og ung­menni með fjölþætt­an vanda þar sem stuðning­ur er mik­ill. Slík úrræði eru hins veg­ar kostnaðar­söm.

„Eft­ir stend­ur að það er í raun og veru ekki okk­ar hlut­verk að vera að greiða fyr­ir þessi einka­úr­ræði. Þau eiga að vera á hönd­um rík­is­ins og síðustu rík­is­stjórn­ir hafa lagt áherslu á að þær vildu taka þetta til sín, en þetta virðist taka óra­tíma,“ seg­ir Elísa.

En í dag var loks skrifað und­ir sam­komu­lag þess efn­is að ríkið muni taka við fram­kvæmd og ábyrgð á fjár­mögn­un sér­hæfðrar þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda sem bú­sett eru utan heim­il­is.

Elísa seg­ir erfitt að horfa upp á ástandið bara versna og versna.

„Þetta er al­gjör­lega óá­sætt­an­legt og ótækt í alla staði. For­eldr­ar, oft í hræðilegu ástandi, eru að reyna að halda börn­un­um sín­um frá al­var­legri áhættu­hegðun eins og neyslu eða sjálf­skaða, af­brot­um og öðru. Ástandið er þannig hjá þess­um hópi að hann get­ur ekki beðið,“ seg­ir hún og held­ur áfram:

„Það sama gild­ir um fé­lags­ráðgjaf­ana sem starfa hjá barna­vernd og þurfa að sitja und­ir svör­um af hverju kemst barnið mitt hvergi inn. Það er ofsa­lega erfitt og þungt.“

Alltaf verið að spóla í grunn­atriðum 

Flækj­u­stigið við að finna hús­næði und­ir meðferðarúr­ræði er óþarf­lega mikið, að mati Elísu, þó hún geri sér fylli­lega grein fyr­ir því að öll ör­yggis­atriði þurfi að vera í lagi.

„Það tek­ur svo ótrú­lega lang­an tíma að fá niður­stöðu í þessi mál. Þá erum við ekki einu sinni kom­in þangað hvernig á að manna úrræði eða ákveða hvaða hug­mynda­fræði á að nota og hvernig hlut­irn­ir eiga að vinn­ast. Við erum alltaf að spóla í ein­hverj­um grunn­atriðum sem ætti að vera hægt að leysa.“

Þetta á til að mynda við um nýtt meðferðar­heim­ili sem rísa átti á Garðabæ sem ít­ar­lega hef­ur verið fjallað um á mbl.is. Tæp­um sjö árum eft­ir und­ir­rit­un vilja­yf­ir­lýs­ing­ar um verk­efnið, ból­ar ekk­ert á heim­il­inu. Tölvu­póst­ar sem mbl.is fékk af­henta frá fjár­málaráðuneyt­inu hafa varpað ljósi á það hvernig málið hef­ur velst um í kerf­inu, á milli ráðuneyta og stofn­ana, árum sam­an. Og strandað á deil­um um bygg­ing­ar­rétt­ar­gjöld.

„Við reyn­um að nýta okk­ur allt sem við get­um á þess­um biðtíma. Við erum að skaffa sál­fræðiviðtöl, fjöl­skyldumeðferð og reyn­um að finna eitt­hvað upp­byggi­legt fyr­ir börn­in að gera. Við virki­lega reyn­um að vanda okk­ur við að gera biðtím­ann eins upp­byggi­leg­an og hægt er, en þegar mál­efni barns eru kom­in á það stig að það þarf þessi þyngstu úrræði, þá dug­ar ekk­ert annað. Þá erum við bara að plástra bein­brot sem grær þá kol­vit­laust sam­an.“

Elísa seg­ir hóp og barna og ung­menna með þyngsta vand­ann, sem kom­ast ekki í úrræði, jafn­vel stækka meira en hann þyrfti að gera vegna smitáhrifa til annarra barna. 

„Hóp­ur­inn er að stækka og við erum líka að sjá aukna af­brota- og áhættu­hegðun af því það er ekki viðeig­andi úrræði til staðar, hjá þeim börn­um sem þegar eru til vinnslu. Það er hluti af því að til­kynn­ing­um til okk­ar er að fjölga, af því það er opið mál í vinnslu og við erum bíða eft­ir úrræði, en barnið held­ur áfram sinni áhættu­hegðun á meðan það bíður.“

Þarf fleiri teg­und­ir af úrræðum

Hvað þarf að ger­ast núna til að koma í veg fyr­ir að vand­inn auk­ist enn frek­ar?

„Það þyrfti að fjölga pláss­un­um þar sem er gerð meðferðar- og grein­ing­ar­vist­un eins og var á Stuðlum, þar sem börn eru skoðuð og í hverju þeirra vandi felst, þverfag­lega. Svo þarf líka fleiri teg­und­ir af úrræðum sem taka við í kjöl­farið. Þar sem þau fara og eru í ein­hverja mánuði í upp­byggi­leg­um meðferðum og unnið er virki­lega með þeirra vanda,“ seg­ir Elísa.

Það dugi því ekki til að opna eitt lang­tímameðferðar­heim­ili í Gunn­ars­holti, líkt og stend­ur til að gera næsta haust.

Elísa tek­ur sem dæmi meðferðarúr­ræði sem talað er um í skýrsl­unni frá ár­inu 2023 og kall­ast meðferðarfóst­ur, þar sem barn fer til sér­hæfðrar fjöl­skyldu sem hef­ur fagaðila á sín­um snær­um. Barnið væri þannig í meðferð í heim­il­is­legu um­hverfi.

„Það er eitt­hvað sem við mynd­um gjarn­an vilja sjá koma sterkt inn. Og öll þessi úrræði sem þar eru nefnd, það er þörf á þeim öll­um,“ seg­ir Elísa og vís­ar þar til skýrsl­unn­ar.




mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert