Stefán Blackburn nýlega á Hrauninu með batahópi

Bataakademían heimsótti Litla-Hraun í lok nóvember. Á myndinni má sjá …
Bataakademían heimsótti Litla-Hraun í lok nóvember. Á myndinni má sjá Tolla og Stefán. Facebook

Stefán Blackburn sem nú er einn þeirra sem eru í varðhaldi í tengsl­um við rann­sókn lög­reglu á mann­drápi, frels­is­svipt­ingu og fjár­kúg­un í síðustu viku, var í bata­hópi Tolla Mort­hens á Litla Hrauni í lok síðasta árs.

Hlut­verk hóps­ins þenn­an dag­inn var að hvetja fanga til þátt­töku í önd­un­aræf­ing­um og hug­leiðslu og var Stefán hluti af tíu manna hópi sem kom á Litla Hraun 30. nóv­em­ber. Tolli hef­ur farið fyr­ir Bata­hús­inu sem hef­ur aðstoðað fyrr­ver­andi fanga en einnig farið fyr­ir hópi fyrr­ver­andi fanga sem heim­sótt hafa nú­ver­andi fanga.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is bar á kvört­un­um frá föng­um sök­um þess að Stefán væri í hópn­um. Höfðu þeir á orði að þó að menn hafi minna heyrt um vímu­efna­neyslu Stef­áns upp á síðkastið væri það altalað að hann hefði ekki gefið fyrri lífs­stíl al­farið upp á bát­inn.

Tolli vildi ekki tjá sig aðspurður um það hvernig ferlið sé í tengsl­um við það hvaða menn í bata­hópi Tolla fara með í ferðir í fang­elsi lands­ins.  

Eiga að sæta bakrunns­at­hug­un 

Ómar Vign­ir Valdi­mars­son, deild­ar­stjóri á Litla-Hrauni, vildi ekki tjá sig um mál­efni Stef­áns en seg­ir að al­mennt þurfi menn sem komi í sjálf­boðavinnu inn í fang­elsið að veita leyfi fyr­ir bak­grunns­at­hug­un.

„Ef það eru ný­leg mál eða grun­ur um neyslu þá er þeim hafnað að koma inn í fang­elsið. Þeir sem eru tald­ir virk­ir í glæp­um eru ekki heim­ilaðir í fang­elsið að Litla-Hrauni,“ seg­ir Ómar.

Þekkt­ur of­beld­ismaður

Stefán er þekkt­ur of­beld­ismaður og hef­ur margsinn­is kom­ist í kast við lög­in vegna of­beld­is­mála, fjár­svika og frels­is­svipt­ing­ar. Síðast var hann dæmd­ur í fang­elsi árið 2014 þegar hann var sak­felld­ur í Stokks­eyr­ar­mál­inu svo­kallaða. Þar var hann sak­felld­ur fyr­ir frels­is­svipt­ingu og of­beldi í garð tveggja manna ásamt fjór­um öðrum. Af­brot­in þóttu einkar ógeðfelld og sættu menn­irn­ir bar­smíðum og pynt­ing­um. Hlaut Stefán sex ára dóm í mál­inu.

Í des­em­ber hlaut Stefán svo þriggja mánaða dóm fyr­ir að hafa í janú­ar og fe­brú­ar árið áður ekið bif­reið und­ir áhrif­um fíkni­efna. Í því máli játaði Stefán brot sín ský­laust.

Stefán Blackburn er einn þeirra sem er í gæsluvarðhaldi í …
Stefán Blackburn er einn þeirra sem er í gæslu­v­arðhaldi í mann­dráps­máli. Sam­sett mynd

Yf­ir­völd hafi viður­kennt mis­tök

Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu, fé­lags fanga, seg­ir að fé­lagið sé mjög passa­samt á hverja fé­lagið vel­ur og hleyp­ir inn í fang­els­in.

„Í þessu til­felli sem um ræðir þá er um að ræða ein­stak­ling sem ekki kom inn á veg­um Af­stöðu og hafa fang­els­is­yf­ir­völd sagt að það hafi verið mis­tök og hafa gripið til aðgerða og gerðu strax fyr­ir síðustu ára­mót. Slík mis­tök eiga ekki að geta gerst aft­ur,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu.
Guðmund­ur Ingi Þórodds­son, formaður Af­stöðu. Morg­un­blaðið/Á​rni Sæ­berg

Hann tek­ur þó fram að jafn­ingj­astuðning­ur geti verið mik­il­væg­ur frá mönn­um sem hafa lokið afplán­un. „Jafn­ingj­astuðning­ur og ráðgjöf er eitt áhrifa­mesta úrræði sem til er og er verið að auka allt slíkt starf alls staðar í lönd­un­um í kring­um okk­ur sem og hér­lend­is en það þýðir að það þarf að gera þetta fag­lega,“ seg­ir Guðmund­ur Ingi.

Hann seg­ir að Fang­els­is­mála­stofn­un, Afstaða og Vernd hafi rætt þessi mál und­an­farna mánuði og muni koma að frek­ara sam­tali um að móta regl­ur um sjálf­boðaliðastarf í fang­els­un­um til fram­búðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert