Alexandra: Staðsetning Landspítalans „vopnvædd“

Alexandra var ekki sátt með ályktunina sem SÍS samþykkti.
Alexandra var ekki sátt með ályktunina sem SÍS samþykkti. Samsett mynd

Landsþing Sam­bands Íslenskra sveit­ar­fé­laga samþykkti álykt­un með ör­ugg­um meiri­hluta að ríki og borg þyrftu að tryggja rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar. Borg­ar­full­trúi Pírata sagði að verið væri að vopn­væða staðsetn­ingu Land­spít­al­ans.

12 bæj­ar­stjór­ar lögðu fram til­lögu um rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar þar sem er kveðið á um það að hvorki verði þétt meira í ná­grenni flug­vall­ar­ins né á ör­ygg­is­svæði hans um­fram það sem þegar hef­ur verið gert.

„Landsþing Sam­bands Íslenskra sveit­ar­fé­laga legg­ur ríka áherslu á mik­il­vægi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar fyr­ir flug­sam­göng­ur lands­manna, sér­stak­lega í ljósi hlut­verks hans í sjúkra­flugi og ör­yggi fólks sem þarf á bráðri heil­brigðisþjón­ustu að halda,” seg­ir meðal ann­ars í álykt­un­inni.

Al­ex­andra Briem ekki sátt

Al­ex­andra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata, sagði að verið væri að vopn­væða staðsetn­ingu Land­spít­al­ans til þess að halda staðsetn­ingu flug­vall­ar­ins.

Sagði hún að til­lag­an gripi inn í skipu­lags­vald Reykja­vík­ur­borg­ar sem fæli í sér trúnaðarbrest á milli Reykja­vík­ur og sam­bands­ins. 

Fram kom önn­ur til­laga sem sum­ir borg­ar­full­trú­ar meiri­hlut­ans í Reykja­vík studdu frek­ar en hún var felld. Í henni var ekki kveðið á um að ekki mætti þétta meira í ná­vígi við flug­völl­inn.

„Ég ætla taka það fram að auðvitað á flug að vera í lagi til Reykja­vík­ur, við erum ekk­ert á móti því. Hins veg­ar finnst mér það ósann­gjarnt að staðsetn­ing sjúkra­húss­ins sé vopn­vædd í þessu sam­hengi. Að það sé byggt upp eina al­vöru sjúkra­hús lands­ins þarna og þar með sé það orðið á ábyrgð Reyk­vík­inga að viðhalda góðri teng­ingu við alla al­vöru sjúkra­húsþjón­ustu á öllu land­inu með staðsetn­ingu flug­vall­ar­ins. Auðvitað eig­um við bara að krefjast þess að það séu góð sjúkra­hús víðar á land­inu. Er það ekki eðli­legri krafa í þessu sam­hengi,“ sagði Al­ex­andra og þá fór fólk að kalla fram í og sum­ir hlógu.

Borg og ríki þurfi að tryggja rekstr­ar­skil­yrði

Álykt­un­in sem var samþykkt af­ger­andi kvað á um það að ekki yrði þétt meira í ná­grenni flug­vall­ar­ins fyrr en raun­hæf og skýr lausn um nýj­an flug­völl væri kom­in í notk­un. 

„Landsþing Sam­bands Íslenskra sveit­ar­fé­laga hvet­ur rík­is- og borg­ar­yf­ir­völd til að tryggja rekstr­ar­skil­yrði Reykja­vík­ur­flug­vall­ar með þeim hætti að flu­gör­yggi sé ekki ógnað. Það fel­ur í sér að hvorki verði þétt meira í ná­grenni flug­vall­ar­ins né á ör­ygg­is­svæði hans um­fram það sem þegar hef­ur verið gert, hvorki með mann­virkj­um né gróðri, fyrr en raun­hæf og skýr lausn um nýj­an flug­völl sem upp­fylli skil­yrði til sjúkra­flugs í tengsl­um við Land­spít­al­ann er kom­in í notk­un,“ seg­ir í álykt­un­inni sem var samþykkt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert