ASÍ segir Melabúðina fara með rangt mál

ASÍ segir að verðlagseftirlitið mæli ekki gæði, aðeins verðlag.
ASÍ segir að verðlagseftirlitið mæli ekki gæði, aðeins verðlag. mbl.is/Hjörtur

Alþýðusam­bandið (ASÍ) seg­ir að stjórn­end­ur Mela­búðar­inn­ar fari með rangt mál þegar þeir full­yrða að verðtöku­fólki ASÍ hafi aldrei verið vísað á dyr áður.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ASÍ.

ASÍ vakti at­hygli á því í gær að Mela­búðin hafi ekki tekið þátt í verðlags­eft­ir­liti ASÍ. 

Mela­búðin gagn­rýndi ASÍ fyr­ir að hnýta í litla hverf­is­versl­un og benti á að versl­un­in byði upp á öðru­vísi þjón­ustu en stór­ar versl­un­ar­keðjur. Hjá Mela­búðinni væri boðið upp á öðru­vísi þjón­ustu og vör­ur.

Sann­ar­lega verið vísað á dyr“

Dýr­leif Birna Sveins­dótt­ir, versl­un­ar­stjóri Mela­búðar­inn­ar, sendi til­kynn­ingu í gær þar sem hún sagði að starfs­fólki ASÍ hafi ekki verið vísað á dyr, en að um þetta fyr­ir­komu­lag hafi ríkt skiln­ing­ur.

„Verðtöku­fólki hef­ur sann­ar­lega verið vísað á dyr í Mela­búðinni áður, þótt öðru sé nú haldið fram,“ seg­ir í til­kynn­ingu ASÍ.

Verðlags­eft­ir­litið legg­ur ekki mat á gæði

ASÍ sagði í gær sagði að síðast þegar verðlags­eft­ir­lit var fram­kvæmt í janú­ar hafi komið í ljós að Mela­búðin væri að meðaltali 43% dýr­ari en Bón­us.

„Verðlags­eft­ir­lit ASÍ legg­ur ekki mat á gæði, aðeins verð. Neyt­end­um sjálf­um er treyst að leggja mat á hvort gæðin séu verðsins virði, en það er rétt­ur fólks að vita hversu dýru verði gæðin eru keypt,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni sem held­ur áfram:

„Það er afstaða Verðlags­eft­ir­lits­ins að ef versl­un get­ur staðið við sitt verð á kass­an­um, þá á hún að geta staðið við það op­in­ber­lega. Ekki er lagður dóm­ur á rétt­mæti verðlagn­ing­ar Mela­búðar­inn­ar. Hins veg­ar er óeðli­legt að farið sé með hana sem leynd­ar­mál.“

Verðsam­an­b­urður dreg­ur upp skakka mynd

Dýr­leif Birna sagði að sam­an­b­urður á verði án til­lits til gæða, þjón­ustu og vöru­úr­vals drægi upp skakka mynd sem ekki taki til­lit til sér­stöðu sér­versl­ana.

„Mela­búðin sér­hæf­ir sig í fjöl­breyttri mat­vöru, þar á meðal kjöti og fiski, sem unn­in er á staðnum af fag­fólki og eft­ir ósk­um viðskipta­vina. Fersk­leiki, gæði og per­sónu­leg þjón­usta eru í for­grunni og gera Mela­búðina ein­staka í ís­lensku versl­un­ar­um­hverfi, sem sam­hliða býður upp á dag­vör­ur sem spara fjöl­skyld­um spor­in í inn­kaup­um fyr­ir heim­il­in,“ sagði í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert