Ásmundur Einar fundaði með Ásthildi Lóu

Ásthildur Lóa og Ásmundur Einar eftir fundinn þeirra á föstudag.
Ásthildur Lóa og Ásmundur Einar eftir fundinn þeirra á föstudag. Ljósmynd/Ásmundur Einar

Ásmund­ur Ein­ar Daðason seg­ist hafa átt góðan fund með arf­taka sín­um, Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur mennta- og barna­málaráðherra, á föstu­dag.

Hann seg­ir hana eiga stórt hrós skilið og ósk­ar henni til ham­ingju með mik­il­væg­an áfanga í mál­efn­um barna.

Vís­ar hann þá til ákvörðunar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að taka við fram­kvæmd og ábyrgð á fjár­mögn­un sér­hæfðrar þjón­ustu við börn með fjölþætt­an vanda sem bú­sett eru utan heim­il­is. Sam­komu­lag þess efn­is var und­ir­ritað í gær.

Ásmund­ur seg­ir Ásthildi Lóu hafa greint hon­um frá sam­komu­lag­inu í trúnaði á fundi þeirra fyr­ir helgi.

Þetta kem­ur fram í færslu Ásmund­ar á Face­book.

Nýr ráðherra fari vel af stað

Í færsl­unni seg­ist Ásmund­ur ekki hafa sett inn neitt sem teng­ist stjórn­mál­um fyr­ir jól en nú finni hann fyr­ir þörf til að tjá sig.

„Má til með að óska öll­um þeim sem að þessu hafa komið inni­lega til ham­ingju. Það er vel gert að þetta sé eitt af fyrstu stóru mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­efn­um barna. Mér finnst nýr ráðherra fara vel af stað og það er mik­il­vægt að lokn­um þess­um áfanga fái hún full­an stuðning við að fram­fylgja þessu verk­efni á næstu miss­er­um,“ seg­ir í færslu Ásmund­ar.

Hann seg­ist hafa fulla trú á því að við get­um verið bjart­sýn. Seg­ir hann að for­ystu­fólk rík­is­stjórn­ar­inn­ar og fjár­málaráðherra séu að leggja ríka áherslu á að for­gangsraða í þágu barna og ung­menna.

„Kraft­mik­il yf­ir­lýs­ing for­sæt­is­ráðherra af þessu til­efni und­ir­strik­ar sterkt þá áherslu. Rík­is­stjórn­in á hrós skilið fyr­ir þenn­an áfanga og mér finnst við eiga að viður­kenna og segja það þegar vel er gert. Þau er að fara vel af stað í þess­um mál­um. Til ham­ingju og áfram gakk!“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert