Beint: Fylgst með stöðu mála á Reykjanesskaga

Líklegt er að það dragi til tíðinda á Sundhnúkagígaröðinni fyrr …
Líklegt er að það dragi til tíðinda á Sundhnúkagígaröðinni fyrr en síðar. mbl.is/Hákon

Flest bend­ir til þess að átt­unda eld­gosið í gos­hrin­unni í Sund­hnúkagígaröðinni, sem hófst í des­em­ber 2023, sé á næsta leyti en kvik­an sem safn­ast hef­ur und­ir Svartsengi er orðin meiri nú en fyr­ir síðasta gos, sem lauk 9. des­em­ber. 

Hægt er að fylgj­ast með gangi mála í þrem­ur vef­mynda­vél­um mbl.is á staðnum. Er ein þeirra á Þor­birni en tvær eru staðsett­ar á Húsa­felli, sem er aust­an meg­in við Grinda­vík.

„Kviku­söfn­un und­ir Svartsengi held­ur áfram og við met­um stöðuna þannig að áfram geti brot­ist út kviku­hlaup og gos hvenær sem er,“ sagði nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands við mbl.is fyrr í morg­un.

Þetta er lengsta kviku­söfn­un­ar­tíma­bil í þess­ari eld­gosa­hrinu á Sund­hnúkagígaröðinni en í dag eru 118 dag­ar frá því að síðasta eld­gos hófst þann 20. nóv­em­ber 2024.

Vef­mynda­vél mbl.is á Þor­birni:

Vef­mynda­vél á Húsa­felli sem beint er að Sund­hnúkagíga­svæðinu:

Vef­mynda­vél með víðlinsu­sjón­ar­horn frá Húsa­felli. Nær yfir mögu­legt eld­gosa­svæði og Grinda­vík:

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert