Gamlar fréttir birtast vegna bilunar í vefkerfi

Þegar vefurinn kom upp aftur voru á forsíðu fréttir frá …
Þegar vefurinn kom upp aftur voru á forsíðu fréttir frá 14. janúar. Skjáskot/Ruv.is

Bil­un í vef­kerfi Rík­is­út­varps­ins veld­ur því að sum­ir not­end­ur sjá tveggja mánaða gaml­ar frétt­ir á forsíðu vefs­ins.

Birg­ir Þór Harðar­son, vef­stjóri RÚV, seg­ir að unnið sé að lag­fær­ingu á vefn­um. Ekk­ert bendi til að um netárás sé að ræða.

Trufl­an­ir hafa verið á vefn­um í morg­un. Datt vef­ur­inn út rétt fyr­ir há­degi. Þegar vef­ur­inn kom aft­ur upp voru frétt­ir á forsíðu frá 14. janú­ar.

Birg­ir staðfest­ir að vef­ur­inn hafi verið til vand­ræða í morg­un. Hann seg­ist ekki geta lofað hvenær vef­ur­inn verði eðli­leg­ur að nýju.

Hann bend­ir þó á að net­verj­ar geti farið inn á lénið nyr.ruv.is – vefsíðan sé í himna­lagi sé það notað.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert