Heiða hættir hjá SÍS í dag og Jón tekur við

Heiða Björg Hilmisdóttir, fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Heiða Björg Hilmisdóttir, fráfarandi formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. mbl.is/Karítas

Í dag fer fram landsþing Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga þar sem Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, mun segja af sér for­mennsku hjá sam­band­inu. 

Jón Björn Há­kon­ar­son, vara­formaður SÍS, tek­ur við embætt­inu tíma­bundið þar til stjórn sam­bands­ins fund­ar og kýs um nýj­an formann. 

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is þá mun stjórn­in funda fljót­lega í kjöl­far landsþings­ins og verður lagt til að Jón Björn verði kjör­inn formaður af stjórn, en það er hlut­verk stjórn­ar að skipta með sér verk­um. Jón er for­seti bæj­ar­stjórn­ar í Fjarðabyggð fyr­ir Fram­sókn. 

Dag­skrá fund­ar­ins er til klukk­an 16 og má því gera ráð fyr­ir því að Heiða segi af sér fyr­ir klukk­an 16. 

Jón Björn Hákonarson, er varaformaður SÍS.
Jón Björn Há­kon­ar­son, er vara­formaður SÍS.
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert