Í dag fer fram landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga þar sem Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarstjóri Reykjavíkur, mun segja af sér formennsku hjá sambandinu.
Jón Björn Hákonarson, varaformaður SÍS, tekur við embættinu tímabundið þar til stjórn sambandsins fundar og kýs um nýjan formann.
Samkvæmt heimildum mbl.is þá mun stjórnin funda fljótlega í kjölfar landsþingsins og verður lagt til að Jón Björn verði kjörinn formaður af stjórn, en það er hlutverk stjórnar að skipta með sér verkum. Jón er forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð fyrir Framsókn.
Dagskrá fundarins er til klukkan 16 og má því gera ráð fyrir því að Heiða segi af sér fyrir klukkan 16.