Inga: „Óþarfa áhyggjur“

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Inga Sæ­land, fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir að ný úrræði muni taka við þeim ein­stak­ling­um í kjöl­far þess að geðend­ur­hæf­ingar­úr­ræðinu Jan­usi verður lokað í sum­ar. „Ekk­ert af þess­um ung­menn­um mun verða þjón­ustu­laust þegar þess­um samn­ingi lýk­ur við Jan­us,“ sagði Inga í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi í dag.

Það tók Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, málið upp er hann seg­ir að það sé þyngra en tár­um taki að horfa upp á ungt fólk sem glím­ir við fjölþætt geðræn vanda­mál missa úrræði á borð við Jan­us end­ur­hæf­ingu og þá lífs­björg sem slíku úrræði fylgi.

„Jan­us end­ur­hæf­ing neyðist til að loka dyr­um sín­um 1. júní næst­kom­andi vegna þess að stjórn­völd hafa sagt upp samn­ingi við úrræðið. Unga fólkið miss­ir þannig aðgengi sitt að ein­stak­lings­miðaðri geðend­ur­hæf­ingu und­ir hand­leiðslu sér­hæfðra fagaðila. Þetta eru ein­stak­ling­ar sem kerfið hef­ur þegar brugðist. For­eldr­ar og aðstand­end­ur hafa lýst yfir þung­um áhyggj­um og benda á að mörg þess­ara ung­menna hafi ekki á ann­an stað að leita og nú þegar hafa hátt í 2.400 manns skrifað und­ir áskor­un til rík­is­stjórn­ar­inn­ar um að hverfa frá þess­ari ákvörðun.“

„Hvernig get­ur ráðherra horft upp á þetta?“

„Ætlar rík­is­stjórn­in að svipta Jan­us end­ur­hæf­ingu rekstr­ar­grund­velli sín­um og skilja unga viðkvæma ein­stak­linga eft­ir í lausu lofti?

Virðulegi for­seti. Hvernig get­ur ráðherra horft upp á þetta án þess að grípa inn í,“ spurði Jens.

Jens Garðar Helgason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Jens Garðar Helga­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins. mbl.is/Ó​laf­ur Árdal

Óþarfa áhyggj­ur

Inga kvaðst skilja þær áhyggj­ur sem hafi komið fram. Staðreynd­in væri þó sú að þær væru óþarfar „vegna þess að það mun aldrei koma til þess að þess­ir ein­stak­ling­ar sem þurfa á hjálp að halda muni falla á milli skips og bryggju, vegna þess að hér er unnið að nýj­um úrræðum. Það er VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóður sem greiðir 75% hlut­inn til Janus­ar og það er VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóður sem sagði upp þeim samn­ing­um. Það er heil­brigðisráðuneytið sem hef­ur með þessi mál að gera, um­fram mig, hvað lýt­ur að starf­send­ur­hæf­ing­unni en ég mun ekki láta mitt eft­ir liggja að koma til móts við að tryggja að þess­ir ungu ein­stak­ling­ar sem nauðsyn­lega þurfa á hjálp að halda, og það dreg ég enga fjöður yfir, fái þá hjálp sem þeir þurfa á að halda,“ sagði Inga.

Hún bætti við að hvað Jan­us varðaði sér­stak­lega þá hefði það ekki verið á henn­ar borði.

„Ég ít­reka að 75% af samn­ingn­um hef­ur verið á hönd­um VIRK Starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóðs og heil­brigðisráðuneytið hef­ur með hitt að gera. En ekk­ert af þess­um ung­menn­um mun verða þjón­ustu­laust þegar þess­um samn­ingi lýk­ur við Jan­us, það er hins veg­ar það sem ég treysti mér til þess að heita.“

Skamm­ur tími til stefnu

Jens þakkaði Ingu fyr­ir svarið en benti á að það væri skamm­ur tími til stefnu. Hann spurði hvernig ætti að tryggja þjón­ust­una við ein­stak­ling­ana.

„Það eina sem ligg­ur fyr­ir er að til stend­ur að ráðast í vinnu við að leita leiða á næstu mánuðum. Núna er mars og 1. júní er bara eft­ir nokkra mánuði.

Frú for­seti. Fyr­ir­sjá­an­leiki og sam­fella í þjón­ustu er lág­marks­krafa. Því spyr ég hæst­virt­an ráðherra hvort hún sé til­bú­in að koma hér upp í pontu og ábyrgj­ast það hér og nú að eng­inn muni falla milli skips og bryggju við þær breyt­ing­ar sem yf­ir­vof­andi eru á end­ur­hæf­ingu ungs fólks.“

„Al­gjört leynd­ar­mál“

„Ég ít­reka að það mun verða á borði heil­brigðisráðherra að fylgja því eft­ir með VIRK starf­send­ur­hæf­ing­ar­sjóði. Ég veit að þegar er verið að leita leiða, að þegar er verið að leita lausna. Það er ým­is­legt sem við höf­um verið með og sviðsmynd­ir sem við höf­um verið að leggja á borðið, og ég hef fengið að segja mín­ar skoðanir hvað það varðar og koma með mín­ar hug­mynd­ir að mjög svo góðum leiðum til þess að taka utan um þetta unga fólk. Ég nefni sér­stak­lega, bara svo ég segi það nú, það er auðvitað al­gjört leynd­ar­mál og eng­inn má vita af því, þannig að ég treysti því að hátt­virt­ur þingmaður hafi það bara hjá sér, að ég hef mjög mik­inn augastað á Reykjalundi og því góða starfi sem þar hef­ur verið,“ sagði Inga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert