Kiddi kanína náði að leika á kerfið

Kristinn Ka. Nína Sigríðarson eða bara Kiddi kanína.
Kristinn Ka. Nína Sigríðarson eða bara Kiddi kanína.

„Ég er ofsa­lega ánægður með niður­stöðuna. Ef eitt­hvað er þá er þetta nafn eig­in­lega flott­ara. Það er meira í mín­um stíl,“ seg­ir Kiddi kan­ína, tón­leika­hald­ari með meiru, sem í vik­unni fékk loks samþykkt nýtt nafn hjá Þjóðskrá.

Eins og Morg­un­blaðið hef­ur greint frá sótti Kiddi upp­haf­lega um að fá að taka form­lega upp nafn sem hef­ur fylgt hon­um um ára­tuga­skeið; Kan­ína. Kiddi sótti um það hjá Þjóðskrá að fá að heita Krist­inn Kan­ína Sig­ríðar­son. Því var hafnað og í kjöl­farið var nafn­inu skotið til úr­sk­urðar manna­nafna­nefnd­ar. Þar var því sömu­leiðis hafnað og fylgdi úr­sk­urðinum að nefnd­in teldi að það gæti orðið hon­um til ama.

„Svo kom lausn­in“

Kiddi seg­ir að þarna hafi kerfið ætlað að hafa hann að háði og spotti. Hann hafi ákveðið að gef­ast upp en um leið að finna lausn sem gæti gengið. „Upp­hafið að sigr­in­um var að gef­ast upp en svo kom lausn­in,“ seg­ir hann.

Lausn­in fólst í því að taka upp nafnið Krist­inn Karl Nína Sig­ríðar­son, skráð Ka. Nína í Þjóðskrá. „Anna hjá Þjóðskrá hringdi eft­ir lok­un, dansaði lip­ur­lega með mér í þessu og skelli­hló all­an tím­ann. Hún sagði að þetta væri skemmti­leg­asta nafn­breyt­ing sem hún hefði farið í gegn­um,“ seg­ir Kiddi.

Kiddi kan­ína rak um ára­bil plötu­búðina Hljómalind og var af­kasta­mik­ill í tón­leika­haldi. Hann var einn af skipu­leggj­end­um tón­list­ar­hátíðar­inn­ar Uxa árið 1995 og flutti inn þekkt­ar hljóm­sveit­ir auk þess að vera umboðsmaður Sig­ur Rós­ar í upp­hafi fer­ils sveit­ar­inn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert