Skannar í Klappinu liggja niðri eftir uppfærslu

Klappið liggur niðri.
Klappið liggur niðri. Morgunblaðið/Árni Sæberg

Skann­ar í Klapp­inu, smá­for­riti Strætó, liggja niðri eins og sak­ir standa og hafa gert frá því Strætó hóf að ganga í morg­un. Að sögn Jó­hann­es­ar Rún­ars­son­ar, for­stjóra Strætó er upp­færslu á app­inu um að kenna. Hann seg­ir þó að farþegar hafi getað notað Strætó í morg­un án end­ur­gjalds. 

Skann­arn­ir hafa það hlut­verk að taka á móti greiðslum þegar fólk not­ar Strætó.  

„Það var upp­færsla í nótt og birg­inn er að laga þá agn­úa sem komu upp í upp­færsl­unni,“ seg­ir Jó­hann­es. 

Hann seg­ir óljóst hvenær appið muni verða að fullu not­hæft að nýju. 

„Þetta átti nátt­úr­lega ekk­ert að ger­ast. Kerfið var búið að fara í gegn­um gríðarleg­ar próf­an­ir til að auka hraða í skönn­un­inni. Það hef­ur eitt­hvað klikkað í þessu. Það er er­lend­ur aðili sem er með þetta kerfi og hann er að vinna í þessu á fullu,“ seg­ir Jó­hann­es. 

Að sögn hans hef­ur Strætó gengið eft­ir sem áður. 

„Fólk hef­ur í sjálfu sér notað appið frítt vegna þessa rekst­ar­vanda í upp­færsl­unni,“ seg­ir Jó­hann­es.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

Í upp­haf­legri út­gáfu frétt­ar­inn­ar koma fram að Klappið lægi niðri en hið rétta er að skann­ar sem taka á móti greiðslum hafa legið niðri og vildi Jó­hann­es árétta það. Unnið er að koma skönn­um sem legið hafa niðri í gagnið

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert