Kristrún skuldar útskýringar

Málið krefst frekari skoðunar að mati Hildar.
Málið krefst frekari skoðunar að mati Hildar. Samsett mynd

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra skuld­ar þjóðinni svör um sinn þátt í máli Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi barna- og mennta­málaráðherra.

Þetta seg­ir Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, í sam­tali við mbl.is.

„Sam­kvæmt frétta­flutn­ingi sýn­ist mér Kristrún Frosta­dótt­ir skulda okk­ur öll­um út­skýr­ing­ar á sín­um þætti máls­ins. það er ósk­andi að hún geri það fljótt og án und­an­bragða,“ seg­ir Hild­ur.

Lak er­indið úr ráðuneyti Kristrún­ar?

Ásthild­ur Lóa sagði af sér fyrr í kvöld vegna frétt­ar Rík­is­út­varps­ins um að hún hefði átt sam­ræði við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára. Ári seinna áttu þau sam­an barn. 

For­sæt­is­ráðuneyti Kristrún­ar Frosta­dótt­ur fékk er­indi um þetta mál á sitt borð fyr­ir viku síðan, frá aðstand­anda barns­föður ráðherra.

Starfs­menn ráðuneyt­is­ins full­vissuðu send­anda um að öll er­indi væru trúnaðar­mál.

For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur sent frá sér til­kynn­ingu þar sem því er hafnað að er­indið hafi lekið úr ráðuneyt­inu. Aft­ur á móti er sagt að aðstoðarmaður Kristrún­ar hafi haft sam­band við aðstoðarmann Ásthild­ar til að for­vitn­ast um það hvort að hún kannaðist við send­and­ann, sem hún gerði ekki að sögn henn­ar.

Aft­ur á móti hringdi Ásthild­ur í send­and­ann þrátt fyr­ir, að henn­ar sögn, að hún hafi hvorki þekkt viðkom­andi né er­indið. Þar að auki var fund­ar­boðið stílað á Kristrúnu en ekki Ásthildi.

Mörg­um spurn­ing­um er ósvarað en ekki næst í Kristrúnu, aðstoðarmann henn­ar eða Ásthildi Lóu til þess að svara þeim.

Af­sögn Ásthild­ar það eina rétta í stöðunni

„Þetta eru slá­andi frétt­ir úr Efsta­leiti varðandi frá­far­andi barna­málaráðherra. Ég segi fyr­ir mitt leyti að þrátt fyr­ir að ráðherra ger­ir aug­ljós­lega það eina rétta í stöðunni með því að segja af sér, er þessu máli hvergi nærri lokið,“ seg­ir Hild­ur.

Hild­ur vill ekki segja hvort að Kristrún eigi að segja af sér ef í ljós kem­ur að for­sæt­is­ráðuneytið hafi lekið trúnaðar­er­indi. 

„Það lít­ur al­var­lega út og krefst frek­ari skoðunar. En í svona viðkvæm­um mál­um ber að taka eitt skref í einu,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert