Vatnslaust í Kópavogi

Vatnslaust verður í Kópavoginum í sex tíma í kvöld og …
Vatnslaust verður í Kópavoginum í sex tíma í kvöld og nótt. mbl.is

Vegna vinnu við teng­ingu á nýj­um miðlun­ar­tanki fyr­ir kalt neyslu­vatn í Kópa­vogi verður lokað fyr­ir rennsli kalds vatns í kvöld frá klukk­an 22:00 til 04:00 í nótt og nær lok­un­in til alls Kópa­vogs fyr­ir utan Vatns­enda­hverfi.

Sund­laug­ar bæj­ar­ins loka klukk­an 21:30 í kvöld af þess­um sök­um.

„Vin­sam­leg­ast at­hugið að það get­ur mynd­ast loft í kerf­inu eft­ir að vatni hef­ur aft­ur verið hleypt á og það get­ur verið skyn­sam­legt að hreinsa síur í vatns­inn­tök­um og blönd­un­ar­tækj­um,“ seg­ir í til­kynn­ingu Kópa­vogs auk þess sem bent er á að þeir sem eru með varma­skipta geta lent í því að ekki komi heitt vatn á meðan.

„Lok­un­in hef­ur ekki áhrif á vatns­öfl­un til Garðabæj­ar, en Vatns­veita Kópa­vogs sér Garðabæ fyr­ir vatni,“ seg­ir enn frem­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert