Árni segir að málin hafi skýrst betur

Árni Helgason.
Árni Helgason. Ljósmynd/Aðsend

Árni Helga­son, varaþingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, sem tísti um sam­skipti Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur og í yf­ir­lýs­ingu for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins í gær­kvöldi seg­ir að mál­in hafi skýrst bet­ur þegar á kvöldið leið og í morg­un.

Seg­ir hann að furðu hafi vakið að barna­málaráðherra hafi verið kom­inn með upp­lýs­ing­ar um síma­núm­er og heim­il­is­fang konu sem hafði ekki gert annað en að óska eft­ir fundi.

Þá sé ákveðin mis­sögn milli yf­ir­lýs­ing­ar for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins ann­ars veg­ar og orða ráðherr­ans hins veg­ar, en í yf­ir­lýs­ing­unni segi að aðstoðarmaður for­sæt­is­ráðherra hafi komið upp­lýs­ing­um áleiðis til aðstoðar­manns barna­málaráðherra, þegar ráðherr­ann sjálf seg­ist hafa fengið þess­ar upp­lýs­ing­ar beint frá aðstoðar­manni for­sæt­is­ráðherra.

Að sama skapi sé sér­stakt að for­sæt­is­ráðuneytið hafi ekki veitt kon­unni umbeðinn fund þrátt fyr­ir að upp­lýs­ing­ar um er­indið hafi verið komn­ar fram fyr­ir viku síðan en sama kona mátt búa við það á meðan að ráðherr­ann hafi ít­rekað hringt í hana og verið mætt heim til henn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert