Barnsfaðir Ásthildar Lóu ekki mótfallinn umræðunni

Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra. mbl.is/Karítas

Ei­rík­ur Ásmunds­son, barns­faðir Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, seg­ist þakk­lát­ur sinni fyrr­ver­andi tengda­móður, sem hafði sam­band við for­sæt­is­ráðuneytið til að upp­lýsa um það sam­band sem Ásthild­ur átti við Ei­rík fyr­ir um 36 árum.

Rík­is­út­varpið grein­ir frá.

Var ekki með í ráðum

Ásthild­ur sagði af sér í gær sem barna- og mennta­málaráðherra eft­ir að Rík­is­út­varpið greindi frá því að hún hefði haft sam­ræði við tán­ing þegar hún sjálf var 22 ára. Varð hún ólétt og átti dreng í kjöl­farið.

Í sam­tali við Rík­is­út­varpið grein­ir Ei­rík­ur frá því að hann hafi ekki verið með í ráðum þegar fyrr­ver­andi tengda­móðir hans sendi er­indi á for­sæt­is­ráðuneytið. Hann sé þó þakk­lát­ur fyr­ir það og alls ekki mót­fall­inn að málið sé nú komið í op­in­bera umræðu.

„Ég sótt­ist auðvitað ekki eft­ir og sæk­ist ekki eft­ir því að vera hluti af op­in­berri umræðu en það er lík­leg­ast bara óhjá­kvæmi­legt,“ seg­ir Ei­rík­ur við Rúv.

Ei­rík­ur hef­ur þó ekki veitt viðbrögð við yf­ir­lýs­ingu Ásthild­ar frá því í morg­un en þar sagði hún Ei­rík hafa verið elti­hrelli. 

mbl.is hef­ur ekki náð tali af Ei­ríki í dag þrátt fyr­ir ít­rekaðar til­raun­ir. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert