Einkafundur með forsætisráðherra ekki fyrsta stopp

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Einka­fund­ur með for­sæt­is­ráðherra er ekki endi­lega fyrsta stopp þegar mál koma upp eins og það sem leiddi til af­sagn­ar Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi mennta- og barna­málaráðherra. Þetta sagði Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra á blaðamanna­fundi odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar fyr­ir stuttu.

Á fund­in­um var Kristrún spurð út í málsmeðferð ráðuneyt­is­ins og máls­hraða eft­ir að er­indi barst í síðustu viku þar sem óskað var eft­ir fundi með for­sæt­is­ráðherra og tekið fram að mennta- og barna­málaráðherra gæti setið fund­inn.

Vika stutt­ur tími í stjórn­sýsl­unni

Kristrún tók fram að þó að vika væri lang­ur tími í póli­tík væri það stutt­ur tími í stjórn­sýslu. Ítrekaði hún það sama og hún sagði í gær­kvöldi, að þó að ákveðið hafi verið að bjóða ekki fund að svo stöddu fæl­ist ekki í því afstaða.

Gaf hún lítið upp um næstu skref í mál­inu og hvort eitt­hvað yrði frek­ar aðhafst, en ít­rekaði oft að Ásthild­ur hefði nú sagt af sér og sætt póli­tískri ábyrgð „og sagt upp hjá rík­is­stjórn Íslands.“

Óeðli­leg ákvörðun

Sagði Kristrún af­greiðslu ráðuneyt­is­ins vera eðli­lega, en sagði ákvörðun Ásthild­ar að hafa sam­band við kon­una sem sendi inn er­indið og fara heim til henn­ar hafa verið óeðli­lega.

Þá var Kristrún spurð út í orð Ásthild­ar í yf­ir­lýs­ingu sinni í morg­un þar sem hún kallaði barns­föður sinn elti­hrelli. Sagði Kristrún að það væri ekki henn­ar að svara fyr­ir um það hvernig Ásthild­ur ræddi um sín per­sónu­legu mál.

Einnig var hún spurð hvort eðli­legt væri að Ásthild­ur spilaði sig sem fórn­ar­lamb í mál­inu, en barns­faðir henn­ar var 15 ára og hún 22 ára þegar þau áttu sam­ræði og hún eignaðist síðar barn þeirra. Kristrún sagðist ekki vera í stöðu til að meta það og að hún þekkti minna til máls­ins en fjöl­miðlar og hafi eðli máls­ins sam­kvæmt ekki verið á staðnum fyr­ir 35 árum.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert