Ekki hægt að útiloka sýkingu

Tölu­vert hef­ur dregið úr til­kynn­ing­um til Mat­væla­stofn­un­ar um dauða villtra fugla.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá stofn­un­inni sem túlk­ar það sem vís­bend­ingu um að dregið hafi úr fuglain­flú­ensu­smiti.

Enn grein­ist þó stöku fugl með skæða fuglain­flú­ensu og því ljóst að far­ald­ur­inn er ekki úr sög­unni.

Svo virðist sem smit­hætta sé ekki mik­il en ekki er hægt að úti­loka að dýr sýk­ist ef þau eru í ná­inni snert­ingu við veika eða dauða fugla. Gælu­dýra­eig­end­ur þurfa því að meta út frá eig­in aðstæðum hvort þeir leyfi dýr­um sín­um að vera frjáls úti.

Mat­væla­stofn­un minn­ir á að enn séu í gildi fyr­ir­mæli ráðherra um varn­araðgerðir til að fyr­ir­byggja að fuglain­flú­ensa ber­ist í ali­fugla og aðra fugla í haldi.

333 dauðir fugl­ar

Mat­væla­stofn­un tel­ur ekki rétt að draga úr þess­um ráðstöf­un­um því nú eru far­fugl­arn­ir að flykkj­ast til lands­ins og þeir koma frá slóðum þar sem tölu­vert hef­ur verið um sýk­ing­ar í fugl­um og nokkuð mik­il hætta á að nýj­ar veir­ur ber­ist með þeim.

Fugla­eig­end­ur þurfi því enn að gæta ítr­ustu sótt­varna og fylgj­ast vel með fugl­un­um sín­um.

11 teg­und­ir villtra fugla hafa greinst með af­brigði H5N5 síðan í haust og alls hef­ur verið til­kynnt um 333 dauða og 78 veika fugla.

14 sýni hafa á sín­um tíma verið tek­in úr villt­um spen­dýr­um og hef­ur veir­an greinst í þrem­ur kött­um, ein­um ref og ein­um mink.

Smella á ábend­ing­ar og fyr­ir­spurn­ir

Mat­væla­stofn­un hvet­ur enn fólk til að til­kynna stofn­un­inni um dauða fugla og dauð villt spen­dýr sem það finn­ur, ef ástæða dauða er ekki aug­ljós. Það er gert með því að smella á „ábend­ing­ar og fyr­ir­spurn­ir“ á forsíðu mast.is.

„Mik­il­vægt er að lýsa staðsetn­ingu vel, helst með hnit­um, og láta mynd fylgja með.

Til­kynn­ing­arn­ar eru þýðing­ar­mik­ill liður í vökt­un á stöðunni. All­ar ábend­ing­ar eru skráðar og stofn­un­in tek­ur svo ákvörðun um hvort ástæða sé til að taka sýni eða ekki.

Meðal þess sem haft er til hliðsjón­ar við þá ákvörðun er hvar dýrið er staðsett og um hvaða teg­und er að ræða,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Mat­væla­stofn­un minn­ir á að sveit­ar­fé­lög­um sé skylt lög­um sam­kvæmt að sjá til þess að villt­um dýr­um, sem ætla má að séu sjúk, særð, í sjálf­heldu eða bjarg­ar­laus að öðru leyti, sé komið til bjarg­ar.

Því þurfi að til­kynna um veik eða slösuð villt dýr til viðkom­andi sveit­ar­fé­lags eða lög­reglu utan opn­un­ar­tíma þeirra, auk Mat­væla­stofn­un­ar, svo hægt sé að koma þeim til hjálp­ar eða lina þján­ing­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert