Ferðum aflýst hjá Icelandair: Aukin sala hjá Play

Eldur kviknaði í orkustöð skammt frá Heathrow-flugvelli í London og …
Eldur kviknaði í orkustöð skammt frá Heathrow-flugvelli í London og olli rafmagnsleysi. Tveimur flugum var aflýst í dag hjá Icelandair en fær aukna sölu. Samsett mynd Ljósmynd/AFP/mbl.is/Eggert/mbl.is/Árni Sæberg

Icelanda­ir fylg­ist vel með stöðu mála á Heathrow-flug­vell­in­um í London. Tveim­ur ferðum hef­ur verið af­lýst í dag en flug næstu daga eru enn á áætl­un.

Þetta seg­ir Ásdís Ýr Pét­urs­dótt­ir, for­stöðumaður sam­skipta hjá Icelanda­ir, í skrif­legu svari til mbl.is.

Heathrow-flug­völl­ur verður lokaður út dag­inn

Auk­in sala hjá Play

Eld­ur kviknaði í orku­stöð skammt frá flug­vell­in­um snemma í morg­un og olli raf­magns­leysi. Verður völl­ur­inn lokaður í all­an dag og því eru þúsund­ir manna strandaglóp­ar í London eins og er.

Þar kem­ur ís­lenska flug­fé­lagið Play til bjarg­ar en einn af áfanga­stöðum þess er Stan­sted-flug­völl­ur­inn í London.

Að sögn Nadine Guðrún­ar Yag­hi, upp­lýs­inga­full­trúa Play, eru aug­ljós­lega marg­ir sem leita nú leiða til að kom­ast frá London og kaupa miða ann­ars staðar, þ.á.m. frá Stan­sted-flug­velli.

„Þannig að einu áhrif­in á okk­ur er í raun­inni bara auk­in sala,“ seg­ir Nadine í sam­tali við mbl.is.

Ekki vitað með vissu hvenær völl­ur­inn opn­ar

Breska rík­is­út­varpið grein­ir frá því að raf­magn virðist vera komið á í flug­stöð 4 á Heathrow-flug­velli.

Það breyti því þó ekki að völl­ur­inn verður lokaður til að minnsta kosti 23:59 í kvöld en ekki er vitað með vissu hvenær hann opn­ar á ný.

Þá er einnig ekki vitað hversu mik­il áhrif lok­un flug­vall­ar­ins mun hafa á flug­um­ferð eft­ir dag­inn í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert