Flugið grundvöllur fyrir Vestfirði

Eyjólfur Ármannsson, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir …
Eyjólfur Ármannsson, Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri, og Ásthildur Lóa Þórsdóttir mennta- og barnamálaráðherra á landsþinginu í gær. mbl.is/Karítas

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, seg­ir flug til Ísa­fjarðar vera grund­völl fyr­ir at­vinnu­líf og jöfn bú­setu­skil­yrði. Það sé skylda höfuðborg­ar­inn­ar að hafa teng­ing­ar við landið og því þurfi að tryggja rekstr­arör­yggi Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Eyj­ólf­ur ræddi þessi mál meðal ann­ars á landsþingi Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga í vik­unni, en þar var hann á meðal gesta.

Vilja tryggja traust­ar og góðar sam­göng­ur

Í ávarpi sínu kom hann meðal ann­ars inn á ástand helstu innviða þjóðar­inn­ar, og þá ekki síst á sviði sam­gangna sem hann sagði rík­is­stjórn­ina vilja tryggja að yrðu traust­ar og greiðar.

Í sam­tali um sveit­ar­stjórn­ar­mál var komið meira inn á þann flöt en mikið hef­ur nú verið rætt um flug til Ísa­fjarðar eft­ir að Icelanda­ir til­kynnti að fyr­ir­tækið muni hætta flug­ferðum sín­um þangað eft­ir sum­arið 2026.

Slát­ur­húsið aldrei komið ef ekki fyr­ir jarðgöng­in

„Varðandi Ísa­fjarðarflugið þá var sam­komu­lag í rík­is­stjórn um að það yrði flogið þar áfram í framtíðinni. Ég get ekki annað en bara vitnað til þess og ég er mjög áfram um það að það verði flogið áfram,“ seg­ir Eyj­ólf­ur og nefndi jafn­framt mikla upp­bygg­ingu á Vest­fjörðum sem dæmi um mik­il­vægi sam­gangna.

„Nú er komið slát­ur­hús í Bol­ung­ar­vík. Af hverju kem­ur slát­ur­hús í Bol­ung­ar­vík? Jú, það eru kom­in ný jarðgöng þar. Þetta slát­ur­hús hefði aldrei verið byggt ef það hefði átt að keyra gamla veg­inn.“

Skylda höfuðborg­ar­inn­ar að hafa teng­ing­ar við landið

Þá nefndi hann einnig ís­lenska lækn­inga­vöru­fyr­ir­tækið Kerec­is sem dæmi, en fyr­ir­tækið hef­ur verið með fram­leiðslu sína á Ísaf­irði frá upp­hafi þess.

Sagði Eyj­ólf­ur fyr­ir­tæk­inu fylgja gríðarleg verðmæta­sköp­un. Það hafi til að mynda verið selt til er­lendra fjár­festa fyr­ir 175 millj­arða.

„Auðvitað á að fljúga til Vest­fjarða. Þetta er bara grund­völl­ur fyr­ir at­vinnu­líf, jöfn bú­setu­skil­yrði og svo fram­veg­is,“ sagði ráðherr­ann og hélt áfram.

„Við verðum að sjá til þess að það sé flogið til helstu byggðar­kjarna á land­inu og líka að sjá til þess að höfuðborg­in standi við skyld­ur sín­ar um það að hafa Reykja­vík­ur­flug­völl. Það er skylda höfuðborg­ar­inn­ar að hafa teng­ing­ar við landið og þá eig­um við að tryggja Reykja­vík­ur­flug­völl.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert