Getur aukið hættu á ADHD og einhverfu

Almennt er barnshafandi konum ráðlagt að neyta sama matar og …
Almennt er barnshafandi konum ráðlagt að neyta sama matar og öðru fólki. Rannsóknin veki hins vegar spurningar um hvort þeim ráðleggingum sé nægilega fylgt eftir á meðgöngu. Ljósmynd/Colourbox

Ný rann­sókn alþjóðlegs hóps vís­inda­fólks, þar á meðal við Há­skóla Íslands, sýn­ir að mataræði sem ein­kenn­ist af neyslu mik­ill­ar fitu, syk­urs og unn­ins mat­ar á meðgöngu get­ur aukið hættu á taugaþroskarösk­un­um eins og ADHD og ein­hverfu hjá börn­um þeirra.

Greint var frá niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Nature Meta­bol­ism á dög­un­um en rann­sókn­in skap­ar tæki­færi til að bæta og fylgja bet­ur eft­ir ráðlegg­ing­um um mataræði til barns­haf­andi kvenna.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Há­skóla Íslands.

Rann­sókn­in byggðist á grein­ingu gagna úr fjór­um dönsk­um og banda­rísk­um gagna­bönk­um sem hafa að geyma m.a. upp­lýs­ing­ar um neyslu­mynst­ur yfir 60 þúsund kvenna á meðgöngu og ADHD-grein­ing­ar í hópi barna þeirra.

Skýr tengsl fund­ust

Jafn­framt rann­sakaði hóp­ur­inn blóðsýni úr bæði mæðrum og börn­um og tók til­lit til fjöl­margra þátta sem hafa áhrif á taugaþrosk­arask­an­ir, eins og erfða.

Í rann­sókn­inni fund­ust skýr tengsl á milli vest­ræns mataræðis hjá mæðrun­um og ADHD og ein­hverfu hjá börn­um þeirra, en vest­rænt mataræði ein­kenn­ist af mik­illi neyslu á feit­um, sykruðum og unn­um mat en lít­illi fisk-, græn­met­is- og ávaxta­neyslu.

Því frek­ar sem barns­haf­andi kon­ur fylgdu hinu vest­ræna mataræði því meiri hætta var á því að barnið sem þær báru und­ir belti yrði greint með ADHD eða ein­hverfu.

Rann­sókn­in bend­ir á að jafn­vel til­tölu­lega lít­il breyt­ing á mataræði móður í átt að því vest­ræna jók lík­ur á að barn greind­ist með ADHD um 66% og að það greind­ist með ein­hverfu um 122%.

Að sama skapi geti sömu breyt­ing­ar á mataræði í átt frá því vest­ræna mögu­lega dregið úr hætt­unni á taugaþroskarösk­un­um hjá börn­um.

Vís­inda­menn­irn­ir und­ir­strika að rann­sókn­in sýni fram á sterk tengsl milli mataræðis og taugaþrosk­arask­ana en sanni ekki að vest­rænt mataræði á meðgöngu valdi ADHD og ein­hverfu hjá börn­um.

Niður­stöður geta nýst

Niður­stöðurn­ar styrkja mik­il­vægi nær­ing­ar­ráðlegg­inga til barns­haf­andi kvenna að mati rann­sak­enda. Al­mennt er barns­haf­andi kon­um ráðlagt að neyta sama mat­ar og öðru fólki þar sem áhersla er á græn­meti, heil­korna­fæðu og fisk. Rann­sókn­in veki hins veg­ar spurn­ing­ar um hvort þeim ráðlegg­ing­um sé nægi­lega fylgt eft­ir á meðgöngu.

Rann­sókn­in var unn­in und­ir for­ystu vís­inda­fólks við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla en meðal þátt­tak­enda í henni var Þór­hall­ur Ingi Hall­dórs­son, pró­fess­or við Mat­væla- og nær­ing­ar­fræðideild HÍ.

Þór­hall­ur er einn þeirra sem voru í for­svari fyr­ir söfn­un gagna um mataræði sem rann­sókn­in bygg­ist á. Haft er eft­ir Þór­halli að hug­mynd­in að því að skoða fæðumynst­ur á meðgöngu hafi kviknað í sam­starfi við er­lenda koll­ega hans fyr­ir mörg­um árum.

„Með því að nota mörg gagna­söfn var hægt að sýna fram á að tengsl­in við vest­rænt mataræði voru ekki bara bund­in við eitt gagnsett held­ur voru þetta tengsl sem sáust end­ur­tekið.

Þetta ásamt þeim „meta­bolomics-mæl­ing­um“ sem nýtt­ar voru í rann­sókn­inni styrk­ir þær álykt­an­ir sem dregn­ar eru í grein­inni,“ er haft eft­ir Þór­halli.

Vís­inda­grein­ina sem ber yf­ir­skrift­ina, „A Western diet­ary patt­ern dur­ing pregn­ancy is associa­ted with neurodevelop­mental disor­ders in child­hood and ado­lescence“, má nálg­ast á vef Nature Meta­bol­ism.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert