Inga: „Tekur hetjulega ákvörðun“

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eyþór

Inga Sæ­land, formaður Flokks fólks­ins og fé­lags- og hús­næðismálaráðherra, seg­ir að ákvörðun Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi mennta- og barna­málaráðherra, að segja af sér hafi verið hetju­leg og að per­sónu­leg mál henn­ar eigi ekki að skyggja á hana.

„Tek­ur hetju­lega ákvörðun,“ sagði hún á blaðamanna­fundi odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar núna rétt í þessu um af­sögn Ásthild­ar.

Inga sagðist varla vera búin að átta sig á þessu öllu, en að að hún væri harmi sleg­in. Sagði hún Ásthildi Lóu eiga hug sinn all­an og að málið væri „mann­leg­ur harm­leik­ur.“

Sagði Ásthildi vera mul­in mél­inu smærra

„Við feng­um að upp­lifa hvernig við fáum að sjá einn ein­stak­ling mul­inn mél­inu smærra,“ sagði hún um um­fjöll­un um málið og að Ásthild­ur hafi ákveðið að segja af sér.

Ítrekaði Inga að Ásthild­ur væri sig­ur­veg­ari síðustu kosn­inga í Suður­kjör­dæmi og að það væri henn­ar að meta hvort hún ætlaði að halda áfram sem þingmaður, en að hún færi ekki fram á að hún segði af sér. Sagði Inga að sér þætti Ásthild­ur sann­ar­lega eiga er­indi á þing.

Inga sagði jafn­framt að hún myndi ræða við sitt fólk núna og að ákvörðun um hver yrði næsti ráðherra myndi lík­lega liggja fyr­ir síðar í dag eða í sein­asta lagi um helg­ina.

Frá blaðamannafundi oddvita ríkisstjórnarinnar áðan.
Frá blaðamanna­fundi odd­vita rík­is­stjórn­ar­inn­ar áðan. mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert