Kauptaxtar hækka frá 1. apríl

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, á mótmælafundi í aðdraganda …
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar stéttarfélags, á mótmælafundi í aðdraganda kjarasamninga síðasta árs. mbl.is/Eyþór

Lág­marks­kauptaxt­ar kjara­samn­inga á al­menn­um vinnu­markaði hækka um 0,58% frá 1. apríl þar sem um­sam­inn kauptaxta­auki verður virkjaður vegna hækk­un­ar launa­vísi­tölu um­fram um­samd­ar taxta­hækk­an­ir í kjara­samn­ing­un­um frá síðasta ári.

Sér­stök launa- og for­sendu­nefnd, skipuð full­trú­um Alþýðusam­bands Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, hef­ur úr­sk­urðað kauptaxta­auk­ann en það mun nefnd­in gera í mars ár hvert út samn­ings­tím­ann.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Efl­ingu stétt­ar­fé­lagi.

Upp­bót fyr­ir verka­fólk

Sýni launa­vísi­tala Hag­stofu Íslands fyr­ir al­menna vinnu­markaðinn að laun hafi hækkað um­fram hækk­un lægstu kauptaxta í kjara­samn­ing­un­um skuli verka­fólki það bætt upp með kauptaxta­auka. Hlut­fall um­fram­hækk­un­ar sem orðin er á launa­vísi­tölu miðað við kauptaxta nem­ur 0,58%.

„Meg­in­mark­mið stöðug­leika­samn­ing­anna sem und­ir­ritaðir voru í fyrra var að ná niður verðbólgu og að vext­ir yrðu lækkaðir. Hvoru tveggja hef­ur raun­gerst á sama tíma og kaup­mátt­ur launa hef­ur auk­ist. For­send­ur eru fyr­ir fram­haldi þar á, þó ýms­ar blik­ur séu á lofti á alþjóðavett­vangi.

For­sendu­nefnd­in hvet­ur stjórn­völd, Seðlabank­ann og fyr­ir­tæki til að vinna áfram að mark­miðum samn­ing­anna en einnig er brýnt að ríki og sveit­ar­fé­lög gæti hófs í hækk­un­um gjalda og stuðli einnig að upp­bygg­ingu íbúða,“ sem seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert