Meta hvort krafist verði áframhaldandi gæsluvarðhalds

Rannsókn lög­regl­u á meintri fjár­kúg­un, frels­is­svipt­ingu og mann­drápi frá því …
Rannsókn lög­regl­u á meintri fjár­kúg­un, frels­is­svipt­ingu og mann­drápi frá því í síðustu viku gengur vel. Samsett mynd/mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson/Sigurður Bogi

Rann­sókn lög­regl­u á meintri fjár­kúg­un, frels­is­svipt­ingu og mann­drápi frá því í síðustu viku geng­ur vel.

Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi, seg­ir enn full­an gang í rann­sókn­inni.

Bæði séu að ber­ast nýj­ar upp­lýs­ing­ar og eft­ir því sem farið sé í gegn­um gögn komi nýj­ar upp­lýs­ing­ar í ljós.

Erfitt að segja hvenær ein­hvers verði að vænta

Aðspurður seg­ir hann þó hafa dregið úr upp­lýs­ingaflæði frá al­menn­ingi, svo sem eðli­legt sé.

Jón Gunn­ar er ekki til­bú­inn að tjá sig um það hvort ný sönn­un­ar­gögn hafi komið í ljós eða hvernig gangi að yf­ir­heyra hina grunuðu.

Sjö sitja í gæslu­v­arðhaldi vegna máls­ins. Varðhaldi hef­ur verið fram­lengt yfir þrem­ur og áfram­hald­andi varðhalds verið kraf­ist yfir tveim­ur.

Jón Gunn­ar seg­ir enn verið að meta hvort kraf­ist verði áfram­hald­andi varðhalds yfir þeim tveim­ur sem út af standa.

Aðspurður seg­ir hann erfitt að segja hvenær ein­hvers verði að vænta af mál­inu en að lög­regla muni senda frá sér frétta­til­kynn­ingu ef til tíðinda bregði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert