Þingsæti Ásthildar ekki til umræðu

Heimir Már Pétursson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Heimir reiknar með …
Heimir Már Pétursson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir. Heimir reiknar með því að næstu skref séu að fara eftir verklagsreglum um hvernig gengið er frá afsögn Ásthildar. Samsett mynd/mbl.is/Eyþór

Heim­ir Már Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri og upp­lýs­inga­full­trúi þing­flokks Flokks fólks­ins, seg­ir það ekki vera til umræðu að Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, frá­far­andi barna- og mennta­málaráðherra, segi af sér þing­störf­um.

Ásthild­ur sagði af sér sem ráðherra í gær vegna um­fjöll­un­ar um að hún hafi átt sam­ræði með 15 ára göml­um dreng fyr­ir rúm­lega þrem­ur ára­tug­um en Ásthild­ur var þá sjálf 22 ára. Hún eignaðist í kjöl­farið barn með drengn­um. 

Ásthild­ur hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins.

Reikn­ar með að af­sögn­in sé til umræðu á rík­is­stjórn­ar­fundi

Þegar frétt­in er skrifuð fer fram rík­is­stjórn­ar­fund­ur og seg­ist Heim­ir, í sam­tali við mbl.is, reikna með því að næstu skref séu að fara eft­ir verklags­regl­um um hvernig gengið sé frá af­sögn Ásthild­ar.

„Það er í hönd­um for­sæt­is­ráðherra að eiga þau sam­skipti við for­set­ann og svo fram­veg­is og ég reikna með að þær séu að ræða það, for­menn stjórn­ar­flokk­anna, á þeim rík­is­stjórn­ar­fundi sem nú stend­ur yfir.“

Gæti verið farið í það í dag?

„Ég hef ekki hug­mynd um það, það er bara al­gjör­lega í þeirra hönd­um.“

Þing­sæti Ásthild­ar ekki til umræðu

Aðspurður hvort það standi enn til að Ásthild­ur haldi þing­sæti sínu seg­ir Heim­ir það ekki hafa verið rætt og sé ekki til umræðu.

mbl.is hef­ur í morg­un reynt að ná tali af öll­um þing­mönn­um Flokks fólks­ins án ár­ang­urs. Spurður hvort hægt verði að ná tali af ein­hverj­um þing­mönn­um flokks­ins í dag er Heim­ir ef­ins.

Eng­ir fund­ir á dag­skrá

„Það er bara föstu­dag­ur og eng­ir nefnd­ar­fund­ir og þing­menn eru bara úti um tær og triss­ur og ég held að þeir séu ekk­ert spennt­ir fyr­ir að ræða þessi mál. Ég held að það séu bara for­menn stjórn­ar­flokk­anna sem muni taka það.“

Þá seg­ir Heim­ir enga fundi vera á dag­skrá inn­an flokks­ins á næstu dög­um um málið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert