Þorbjörg tekur við jafnréttis- og mannréttindamálum

Starfsfólk skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála ásamt dómsmálaráðherra. Frá vinstri: Anna …
Starfsfólk skrifstofu jafnréttis- og mannréttindamála ásamt dómsmálaráðherra. Frá vinstri: Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Rán Ingvarsdóttir, Sunna Diðriksdóttir og Elísabet Gísladóttir. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Mál­efni jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mála hafa nú verið flutt til dóms­málaráðuneyt­is­ins frá fé­lags­málaráðuneyt­inu.

Stein­unn Val­dís Óskars­dótt­ir skrif­stofu­stjóri held­ur áfram að leiða skrif­stof­una.

Þetta kem­ur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Stjórn­ar­ráði Íslands en flutn­ing­ur­inn er gerður í kjöl­far for­seta­úrsk­urðar um skipt­ingu stjórn­ar­mál­efna milli ráðuneyta í Stjórn­ar­ráði Íslands, sem tók gildi 15. mars.

Sótt­ist sér­stak­lega eft­ir mála­flokk­un­um

„Ég sótt­ist sér­stak­lega eft­ir því að fá jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mál­in til dóms­málaráðuneyt­is­ins. Ísland er fremst meðal þjóða þegar kem­ur að jafn­rétt­is­mál­um. Hins veg­ar er of­beldi gegn kon­um svart­ur blett­ur á sam­fé­lagi okk­ar og ég hyggst taka á því með ýms­um aðgerðum, svo sem end­ur­skoðun á lög­um og fram­kvæmd um nálg­un­ar­bann.

Með sam­vinnu jafn­rétt­is­skrif­stof­unn­ar og þeirr­ar miklu þekk­ing­ar sem fyr­ir er í dóms­málaráðuneyt­inu hef ég fulla trú á að við get­um náð góðum ár­angri,“ er haft eft­ir Þor­björgu Sig­ríði Gunn­laugs­dótt­ur, dóms­málaráðherra og ráðherra jafn­rétt­is- og mann­rétt­inda­mála, í til­kynn­ing­unni.

„Það er kom­inn tími til að dóms­málaráðherra setji jafn­rétt­is­mál í for­gang,“ er enn frem­ur haft eft­ir ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert