Tómas eini umsækjandinn

Ljósmynd/Colourbox

Dóms­málaráðuneytið aug­lýsti laust til um­sókn­ar embætti vara­dóm­anda við End­urupp­töku­dóm 28. fe­brú­ar. Um­sókn­ar­frest­ur rann út þann 17. mars og barst ráðuneyt­inu ein um­sókn, frá Tóm­asi Hrafni Sveins­syni, for­manni um­dæm­is­ráðs Barna­vernd­ar Reykja­vík­ur.

Hef­ur sú um­sókn verið send dóm­nefnd um hæfni um­sækj­enda um embætti dóm­ara til meðferðar.

Skipað verður í embættið eft­ir að dóm­nefnd lýk­ur störf­um, að því er seg­ir á vef dóms­málaráðuneyt­is­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert