Ásthildur á fund forseta

Ásthildur Lóa Þórsdóttir.
Ásthildur Lóa Þórsdóttir. mbl.is/Karítas

Boðað hef­ur verið til rík­is­ráðsfunda á Bessa­stöðum á morg­un. Hefst sá fyrri klukk­an 15 en sá síðari klukk­an 15.15.

Til­efni fund­anna eru ráðherra­skipti en nýr barna- og mennta­málaráðherra mun taka við embætti af Ásthildi Lóu Þórdótt­ur.

Ásthild­ur Lóa til­kynnti af­sögn sína á fimmtu­dag stuttu eft­ir að greint var frá því að hún hefði haft sam­ræði við 15 ára dreng þegar hún var 22 ára göm­ul.

Ríkisstjórn Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins á ríkisráðsfundi í desember.
Rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Viðreisn­ar og Flokks fólks­ins á rík­is­ráðsfundi í des­em­ber. mbl.is/​Eyþór
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert