Eggert tók fréttamynd ársins 2024

„Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin …
„Fréttamynd ársins fangar augnablik sem breytti sögunni, tímapunktinn þegar þjóðin áttaði sig endanlega á alvarleika stöðunnar í Grindavík," segir í umsögn dómnefndar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Blaðaljós­mynd­ara­fé­lag Íslands veitti Eggert Jó­hann­es­syni, ljós­mynd­ara Morg­un­blaðsins og mbl.is, verðlaun fyr­ir frétta­mynd árs­ins 2024.

Ljós­mynd­in var tek­in í janú­ar árið 2024 er leit stóð yfir í Grinda­vík að Lúðvík Pét­urs­syni sem hvarf er hann var að vinna við að fylla sprung­ur fyr­ir Nátt­úru­ham­fara­trygg­ingu Íslands.

Kjart­an Þor­björns­son, eða Golli, ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar fékk verðlaun fyr­ir mynd árs­ins 2024.

Mynd ársins 2024.
Mynd árs­ins 2024. Heim­ild­in/​Golli

Verðlaun­in voru af­hent í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur. Í dóm­nefnd­inni sátu Árni Torfa­son, Unga Sig­hvats­dótt­ir og Pat­rick Brown, sem er tvö­fald­ur World Press Photo vinn­ings­hafi og var formaður dóm­nefnd­ar­inn­ar.

Á ljós­mynda­sýn­ing­unni Mynd­ir árs­ins 2024 er 101 mynd frá 14 blaðaljós­mynd­ur­um sem vald­ar voru úr mörg hundruð inn­send­um mynd­um. Sex­tán ljós­mynd­ar­ar sendu inn mynd­ir til dóm­nefnd­ar og mátti hver ein­göngu senda inn 66 mynd­ir.

Á sýn­ing­unni eru mynd­irn­ar í sex flokk­um: frétta­mynd­ir, dag­legt líf, íþrótta­mynd­ir, portrett­mynd­ir, um­hverf­is­mynd­ir, og mynd­araðir. Í ár veitti dóm­nefnd­in verðlaun fyr­ir bestu frétta­mynd árs­ins auk þess sem ein mynd úr fyrr­nefnd­um flokk­um var val­in mynd árs­ins 2024. Sýn­ing­in verður opin í Ljós­mynda­safni Reykja­vík­ur til 27. apríl 2025.

Á myndinni má sjá Golla og Ragnhildi Aðalsteinsdóttur, sem situr …
Á mynd­inni má sjá Golla og Ragn­hildi Aðal­steins­dótt­ur, sem sit­ur í stjórn Blaðaljós­mynd­ara­fé­lags­ins, stilla upp ljós­mynd­um á sýn­ing­unni. Sýn­ing­in verður opin til 27. apríl. mbl.is/​Eyþór

Í um­sögn dóm­nefnd­ar seg­ir um mynd Eggerts: 

„Frétta­mynd árs­ins fang­ar augna­blik sem breytti sög­unni, tíma­punkt­inn þegar þjóðin áttaði sig end­an­lega á al­var­leika stöðunn­ar í Grinda­vík. Manns­líf hafði tap­ast, skiln­ing­ur okk­ar á aðstæðum breyst, vendipunkti var náð. Mynd­in fang­ar nöt­ur­leik­ann vel og gef­ur góða til­finn­ingu fyr­ir um­fangi björg­un­araðgerða og hversu erfiðar þær voru. Aðstæður á vett­vangi voru afar krefj­andi fyr­ir björg­un­ar­fólk og vafa­laust einnig fyr­ir ljós­mynd­ara að störf­um. Um hættu­svæði var að ræða, aðgang­ur tak­markaður, veður slæmt.

Ljós­mynd­ari staðset­ur sig full­kom­lega; sýn­ir okk­ur at­b­urðinn vel og minn­ir á að sprung­an er ekki staðsett á víðavangi held­ur al­veg við hús, hús sem stend­ur að því er virðist á engu. Aðstæður hamla ekki ljós­mynd­ar­an­um við störf sín held­ur nýt­ir hann þær sér í hag og bleyt­an á lins­unni bæt­ir dýpt í mynd­ina, end­ur­spegl­ar aðstæður með áþreif­an­leg­um hætti.

Mynd­efnið er vel rammað inn og þótt segja megi að ró sé yfir, má skynja þung­ann und­ir. Yfir vett­vangi hanga síðan rauð flögg, sem er ein­stak­lega tákn­rænt.“

Í um­sögn dóm­nefnd­ar um mynd Golla seg­ir: 

„Dóm­nefnd var ein­róma í vali á mynd árs­ins. Mynd­in gríp­ur strax og er áhuga­verð fyr­ir margra hluta sak­ir.

Mynd­in er hluti af myndröð um flótta­fólk frá Palestínu og mót­mæli vegna fram­göngu yf­ir­valda í mál­efn­um þeirra. Hún kjarn­ar á viss­an hátt eitt stærsta mál sam­tím­ans, stöðu flótta­fólks í ver­öld­inni. Börn og fjöl­skyld­ur sem búa við stöðuga ógn leita skjóls, sem oft er erfitt að finna. Barnið á mynd­inni er á stað sem heita má ör­ugg­ur, en leit­ar þó at­hvarfs og á viss­an hátt er tákn­rænt að barnið virðist vaxið upp úr skjóli sínu.

Tákn­mynd sjálf­stæðis, Jón Sig­urðsson, vak­ir yfir og flug­vél­in gef­ur teng­ingu við um­heim­inn en minn­ir jafn­framt á þá áfram­hald­andi ógn sem flótta­fólk býr við, að geta átt von á því að vera sent úr landi. Mynd­in hefði verið sterk án flug­vél­ar­inn­ar en ljós­mynd­ar­inn var þol­in­móður og smellti af á hár­réttu augna­bliki.

Marglaga, vel upp­byggð og afar fal­leg mynd að mati dóm­nefnd­ar en um leið þrung­in merk­ingu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert