„Ekki kaupa hakakrossbíl“

Mótmælendur komu sér fyrir fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í …
Mótmælendur komu sér fyrir fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í dag. mbl.is/Ólafur Árdal

„Ég var nú ekki að skipu­leggja þessi mót­mæli, en ég var beðinn að koma og vera með ræðu og ég gerði það og ég tók aðeins þátt í mót­mæl­un­um,“ seg­ir Al­ex­andra Briem borg­ar­full­trúi Pírata um mót­mæli er fram fóru fyr­ir fram­an Tesla-umboðið í Vatna­görðum í Reykja­vík í dag.

Báru mót­mæl­end­ur skilti ým­ist á ís­lensku eða ensku þar sem lesa mátti áletr­an­ir á borð við „ekki kaupa hakakross­bíl“ og „flautaðu ef þú hat­ar fas­isma“.

„Þó að ég hafi ekk­ert á móti þeim sem keyra Tesl­ur hef­ur það komið í ljós síðan Tesla varð stór bíla­fram­leiðandi hve aðal­eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins á heimsvísu, Elon Musk, er ósvíf­inn við að beita auðæfum sín­um gegn mann­rétt­ind­um hinseg­in fólks, sér­stak­lega trans fólks, og grafa und­an lýðræðinu auk þess að hafa áhrif á kosn­ing­ar og kosn­ing­aniður­stöður.“

Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata.
Al­ex­andra Briem, borg­ar­full­trúi Pírata. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Rík­asti maður heims gegn mann­rétt­ind­um

„Í ljósi þess að hann er hvergi kjör­inn er eina leiðin til að andæfa hon­um að mót­mæla við fyr­ir­tæk­in sem auka á auð hans. Ég skil al­veg að fólk keypti bíl af hon­um áður en kom í ljós hvernig hann er, en síðan er komið í ljós hvernig hann er og við get­um ekki látið eins og þetta sé bara eins og hvert annað fyr­ir­tæki.

Rík­asti maður heims er gagn­gert að vinna gegn mann­rétt­ind­um og lýðræði í heim­in­um og við þurf­um svo­lítið að eiga sam­tal um hvort við telj­um það ásætt­an­legt og þá er ég ekki að segja að hann megi ekki hafa sín­ar skoðanir, en við hljót­um þá einnig að mega mót­mæla skoðunum hans og kjósa með vesk­inu,“ seg­ir Al­ex­andra Briem borg­ar­full­trúi um and­ófið gegn Musk.

Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert