Ítrekuð strok, alvarlegt slys en engar breytingar

Börn hafa ítrekað strokið af Vogi eftir að meðferðarheimili fyrir …
Börn hafa ítrekað strokið af Vogi eftir að meðferðarheimili fyrir börn var opnað þar. Samsett mynd

Börn og ung­ling­ar strjúka ít­rekað af meðferðar­heim­il­inu í Blöndu­hlíð á Vogi og eru dæmi um að sama barnið hafi strokið að minnsta kosti níu sinn­um á tveim­ur vik­um, sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is. 

Fara börn­in út um glugga á ann­arri hæð og í síðustu viku slasaðist 15 ára göm­ul stúlka al­var­lega og hrygg­brotnaði þegar hún féll við stroktilraun. RÚV greindi fyrst frá, en heim­ild­ir mbl.is herma það sama. 

Í Blöndu­hlíð fer fram meðferðar- og grein­ing­ar­vist­un fyr­ir börn og ung­linga með al­var­leg­an hegðunar- og fíkni­vanda. Barna- og fjöl­skyldu­stofa leig­ir hús­næðið á Vogi tíma­bundið und­ir meðferðar­heim­ilið sem var opnað í fe­brú­ar síðastliðnum. 

Þar sem um leigu­hús­næði er að ræða er ekki heim­ilt að gera breyt­ing­ar á hús­næðinu, til að mynda á glugg­um, í þeim til­gangi að draga úr lík­um á stroki og tryggja ör­yggi barn­anna. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is hef­ur starfs­fólk brugðið á það ráð að kaupa fjölda stor­m­járna, þar sem þau eru alltaf eyðilögð jafnóðum, til að geta skipt um strax. Það dug­ir hins veg­ar skammt.

Úrræðið alltof opið

Upp­haf­lega stóð til að meðferðar­heim­ilið Blöndu­hlíð yrði opnað í Far­sæld­ar­túni í Mos­fells­bæ í des­em­ber síðastliðnum, en hús­næðið stóðst ekki bruna­út­tekt, þrátt fyr­ir end­ur­bæt­ur. Því brá Barna- og fjöl­skyldu­stofa á það ráð að leigja rýmið á Vogi. 

Frá því heim­ilið var opnað á Vogi fyr­ir rúm­um mánuði hafa börn ít­rekað strokið þaðan og að þeim verið leitað klukku­tím­um sam­an í ein­hverj­um til­fell­um.

Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is, bæði inn­an úr barna­vernd­arþjón­ust­unni og meðferðar­kerf­inu, er það á mörk­un­um að meðferðaraðilum finn­ist þeir geta tryggt ör­yggi barn­anna á Vogi.

Úrræðið sé í raun alltof opið fyr­ir þá skjól­stæðinga sem þar eru.

Leita leiða til að halda sínu striki

„Það gef­ur auga leið ef að börn eru kom­in á þann stað að þau þurfa að fara í inniliggj­andi meðferð vegna fíkni­vanda, þá er ekki hægt að leggja það á þau að tak­ast á við strok­fíkn af þessu tagi. Ef það er alltaf opin leið út. Þau eru bara að leita leiða til að halda sínu striki,“ seg­ir einn viðmæl­enda mbl.is.

Þá gætu börn­in allt eins verið heima hjá sér og strokið þaðan, seg­ir viðmæl­and­inn jafn­framt. Börn­in þurfi að finna fyr­ir ör­yggi og að þau sem ann­ast þau hafi fullt vald yfir því sem verið er að gera.

Talað hafi verið um að Blöndu­hlíð ætti að vera væg­ara úrræði en Stuðlar, en það vanti eitt­hvað úrræði sam­bæri­legt því sem Stuðlar voru. Þar er ekki leng­ur boðið upp á meðferðar- og grein­ing­ar­vist­un en þau fjög­ur rými sem eru í notk­un hafa síðustu mánuði verið nýtt fyr­ir allra þyngstu til­fell­in, afplán­un og gæslu­v­arðhald.

Leigu­samn­ing­ur­inn á Vogi er tíma­bund­inn til ára­móta, en hvað verður um meðferðar­heim­ilið eft­ir það er enn óljóst. Ekk­ert annað sam­bæri­legt úrræði virðist vera í sjón­máli fyr­ir börn með fjölþætt­an vanda.

Börn­in enda í neyðar­vist­un

„Ef börn með þetta mik­inn vanda þurfa að fara í meðferðarúr­ræði þá seg­ir það sig sjálft að þau eru kom­in á þann stað að við þurf­um að geta veitt þeim meira aðhald. Ég skil ekki af hverju það er ekki eitt­hvað að taka við af Stuðlum, eitt­hvað sam­bæri­legt úrræði,“ seg­ir viðmæl­and­inn.

Ekki sé hægt að leggja það á börn­in, meðferðaraðilana og for­eldr­ana að tak­ast á við ei­líft strok. Við slík­ar aðstæður verði meðferðar­starfið mjög ómark­visst, enda gangi allt út á að koma í veg fyr­ir strok eða tak­ast á við eftir­köst þess.

„Þetta verður svo ómark­visst að þetta geng­ur allt út á þetta. Hvenær end­ar með því að barn þarf þá bara að fara á neyðar­vist­un?“ spyr viðmæl­and­inn.

En mbl.is hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að börn hafi ít­rekað þurft að fara í neyðar­vist­un eft­ir strok, sem að sjálf­sögðu veld­ur trufl­un á meðferðinni. Börn­in séu þá jafn­vel aft­ur kom­in í neyslu og í raun aft­ur á byrj­un­ar­reit.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert