Maður stunginn þrívegis og þrettán í haldi

Yfirlögregluþjónn segir að meiðsl einstaklinganna séu alvarleg en þó ekki …
Yfirlögregluþjónn segir að meiðsl einstaklinganna séu alvarleg en þó ekki lífshættuleg. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir eru á sjúkra­húsi eft­ir stungu­árás og hópslags­mál í miðborg­inni í nótt. Þrett­án aðilar eru í haldi lög­reglu, tíu í tengsl­um við stungu­árás­ina og svo þrír í tengsl­um við hópslags­mál sem áttu sér stað í kjöl­farið en ekki er vitað hvort mál­in tvö teng­ist. 

Þetta staðfest­ir Elín Agnes Eide Krist­ín­ar­dótt­ir yf­ir­lög­regluþjónn, í sam­tali við mbl.is.

Greint var frá stungu­árás­inni seint í gær­kvöldi en hún átti sér stað á Ing­ólf­s­torgi. Mik­ill viðbúnaður lög­reglu var á svæðinu vegna árás­ar­inn­ar. 

Tveir eru særðir eft­ir árás­ina, ann­ar var stung­inn í þrígang og hinn var bar­inn í höfuðið með vopni. Elín Agnes seg­ir að menn­irn­ir séu eðli máls sam­kvæmt nokkuð slasaðir en séu hins veg­ar ekki í lífs­hættu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert