Notuðum þyrluna eins og leigubíl

Sjaldan er langt í spaugið hjá Jóni Axel og Gulla.
Sjaldan er langt í spaugið hjá Jóni Axel og Gulla. mbl.is/Karítas

Þátt­ur­inn Tveir með öllu á Bylgj­unni naut gríðarlegra vin­sælda fyr­ir ríf­lega 30 árum en stjórn­end­ur hans voru alda­vin­irn­ir Gunn­laug­ur Helga­son og Jón Axel Ólafs­son.

Þátt­ur­inn skipu­lagði til dæm­is hring­ferð um landið og setti upp skemmt­an­ir. Mikið var unnið með Stjórn­inni og Sál­inni hans Jóns míns. „Alls staðar varð upp­selt á ör­fá­um mín­út­um og hvert ein­asta sveita­ball var troðið. Dansstaðir upp­seld­ir, þannig að menn höfðu aldrei séð neitt slíkt,“ seg­ir Jón Axel.

Tveir með öllu voru ósjaldan á ferð og flugi.
Tveir með öllu voru ósjald­an á ferð og flugi.

Mikið var sent út frá lands­byggðinni og stund­um heilu vik­urn­ar með til­heyr­andi umstangi. Þátt­ur­inn setti upp hátíðir á stöðum sem senda­kerfi Bylgj­unn­ar náði ekki til, t.d. á Höfn í Hornafirði. „Þangað var flogið í fjög­urra sæta vél eft­ir mikið skra­ll á Sel­fossi og við vor­um með sendi með okk­ur. Sett­um hann upp og út­vörpuðum heil­an laug­ar­dag. Þá varð til hug­mynd­in að því sem síðar varð Humar­hátíð á Höfn. Fleiri slík­ar hátíðir urðu til í fram­haldi af heim­sókn­um þátt­ar­ins,“ seg­ir Jón Axel en þar sem þátt­ur­inn var með út­send­ing­ar úti um allt land var hann með þyrlu til af­nota sem ein­faldaði allt. „Við notuðum hana svo­lítið eins og leigu­bíl, löngu áður en bankastrák­arn­ir urðu eitt­hvað kúl.“

Þátt­ur­inn hafði líka sér­stak­an bíl til umráða en mik­ill búnaður var nauðsyn­leg­ur þegar sent var út frá lands­byggðinni – stund­um hálft tonn af dóti. Sent út frá mörg­um skrítn­um stöðum, t.d. Mýr­dals­jökli. Sett upp loft­net á jökl­in­um og merki sent til Vest­manna­eyja og þaðan til Reykja­vík­ur. Heil­mikið mál.

Hafði mik­il áhrif

Yf­ir­ferðin var mik­il. Í eitt skipti voru Tveir með öllu að skemmta á Eg­ils­stöðum og fóru ekki í koju fyrr en kl. 3 um nótt­ina. Kvöddu þá meðal annarra Magnús íþrótta­álf Scheving. Þegar Magnús reis úr rekkju kl. 9 morg­un­inn eft­ir kveikti hann á Bylgj­unni og þar var Gulli Helga mætt­ur að kynna hafn­ar­daga í Hafnar­f­irði. Hafði þá flogið suður eldsnemma um morg­un­inn. Magnús trúði ekki sín­um eig­in eyr­um.

Hér eru félagarnir að senda út frá Esjunni.
Hér eru fé­lag­arn­ir að senda út frá Esj­unni.

Þetta lands­hornaflakk þeirra tveggja varð upp­takt­ur­inn að því sem síðar varð Bylgju­lest­in.

Vin­sæld­ir Tveir með öllu náðu há­marki föstu­dag­inn fyr­ir versl­un­ar­manna­helg­ina 1992. „Eft­ir ell­efu­frétt­ir kom­um við inn, spiluðum eitt lag, einn síma­hrekk og kvödd­um. Allt hitt var aug­lýs­ing­ar,“ seg­ir Gulli sem sjálf­ur hafði um­sjón með takka­borðinu. „Það voru heilu stæðurn­ar af aug­lýs­inga­spól­um og stund­um gleymdi ég hvaða bunka ég var bú­inn að spila og hvaða ekki,“ bæt­ir hann við hlæj­andi og stend­ur upp og lyft­ir hönd­um til að gefa mér til­finn­ingu fyr­ir um­fangi stæðnanna.

Hressleikinn var í fyrirrúmi.
Hress­leik­inn var í fyr­ir­rúmi.

„Það er óhætt að segja að það sem kom okk­ur mest á óvart í þessu æv­in­týri öllu var hversu mik­il áhrif þátt­ur­inn hafði,“ seg­ir Jón Axel. „Við sáum það ekki fyr­ir. Hlust­enda­hóp­ur­inn var líka al­veg ótrú­lega breiður, allt frá sex ára upp í átt­rætt. Við feng­um viðbrögð úr öll­um átt­um. Okk­ur leið satt best að segja eins og rokk­stjörn­um.“

Ítar­lega er rætt við Gulla og Jón Axel í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins, þar sem þeir svara meðal ann­ars spurn­ingu um það hvort þeir geti hugsað sér að vinna aft­ur sam­an í út­varpi. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert