Ósammála um meint trúnaðarbrot

Öll spjót beinast nú að aðkomu ráðuneytis Kristrúnar.
Öll spjót beinast nú að aðkomu ráðuneytis Kristrúnar. mbl.is/Eyþór

Kon­an sem sendi inn er­indi til for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins til að upp­ljóstra um fram­ferði Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, frá­far­andi barna- og mennta­málaráðherra, seg­ir að ráðuneytið hafi gerst sekt um trúnaðar­brot. For­sæt­is­ráðuneytið hef­ur áður hafnað öll­um frétta­flutn­ingi af mögu­legu trúnaðar­broti.

Kon­an, Ólöf Björns­dótt­ir, fyrr­ver­andi tengda­móðir Ei­ríks Ásmunds­son­ar, barns­föður Ásthild­ar Lóu, sagði við Rík­is­út­varpið í gær að áður en hún sendi er­indi á Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra til að óska eft­ir fundi hefði hún verið full­vissuð um það í sam­tali við starfs­mann ráðuneyt­is­ins að er­indið yrði bundið trúnaði.

Það kom Ólöfu því í opna skjöldu þegar Ásthild­ur Lóa hringdi í hana og heim­sótti hana vegna er­ind­is­ins, en það var aðstoðarmaður Kristrún­ar sem lét Ásthildi fá nafn Ólaf­ar.

„Ég var bara svo ras­andi, af hverju hringdi ekki ráðuneytið og sagði, hún veit nafnið þitt? Eða meg­um við gefa upp nafnið þitt? Má hún hafa sam­band við þig? Mér fannst ráðuneytið al­gjör­lega hafa brugðist frá a-ö,“ sagði Ólöf í viðtal­inu og bætti við:

„Ég lít al­gjör­lega á þetta sem trúnaðar­brot.“

Full­yrðing­um um trúnaðar­brot hafnað

For­sæt­is­ráðuneytið gaf frá sér yf­ir­lýs­ingu í fyrra­kvöld, áður en Ólöf steig sjálf fram, þar sem öll­um full­yrðing­um um trúnaðar­brot var hafnað.

„Full­yrðing­ar sem fram koma í frétt RÚV um að for­sæt­is­ráðuneytið hafi rofið trúnað í mál­inu eiga ekki við rök að styðjast,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu ráðuneyt­is­ins.

Komið til álita að taka hlut for­sæt­is­ráðuneyt­is fyr­ir í þing­nefnd

Morg­un­blaðið hef­ur heim­ild­ir fyr­ir því að inn­an stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is hafi komið til álita að taka málið á ein­hvern hátt til um­fjöll­un­ar á vett­vangi nefnd­ar­inn­ar.

Þar horfa menn helst til tíma­línu upp­lýs­inga­gjaf­ar úr for­sæt­is­ráðuneyt­inu og mögu­legs trúnaðar­brots gagn­vart kon­unni sem óskaði fund­ar með for­sæt­is­ráðherra um málið.

For­sæt­is­ráðherra ákvað að efna ekki til fund­ar en hins veg­ar komst barna­málaráðherra á snoðir um nafn kon­unn­ar og áreitti bæði í síma og við heim­ili henn­ar.

Ítar­lega um­fjöll­un um málið má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert