Sigurður Ingi til í að leiða Framsókn áfram

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er til í að leiða …
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er til í að leiða flokkinn áfram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, er „til hvenær sem er“ að halda flokksþing Fram­sókn­ar­flokks­ins og er jafn­framt und­ir­bú­inn í að leiða flokk­inn áfram.

Þessu lýsti Sig­urður Ingi yfir í dag í ræðu sinni á miðstjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar­flokks­ins sem nú stend­ur yfir á Hót­el KEA á Ak­ur­eyri. Þess ber að geta að flokksþing Fram­sókn­ar­flokks­ins var síðast haldið í apríl í fyrra en ekki er skylt að halda flokksþing nema á tveggja ára fresti.

Sig­urður Ingi hef­ur verið formaður flokks­ins frá ár­inu 2016 og sagði í ræðu sinni að á ferðum sín­um síðustu tvo mánuði hefði hann fundið fyr­ir stuðningi flokks­manna til að gegna for­mennsku áfram.

Nýtt hlaðvarp

Hann hóf ræðu sína á því að árétta að Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn væri hætt­ur að spila vörn og væri nú kom­inn í sókn í stjórn­ar­and­stöðu. Síðar vék hann að sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um sem fara fram á næsta ári og talaði um mik­il­vægi þeirra.

Farið var um víðan völl í ræðu Sig­urðar Inga, meðal ann­ars kom hann að því að ætl­un­in sé að koma á fót Fram­sókn­ar­hlaðvarpi und­ir stjórn Lilju Rann­veig­ar Sig­urðardótt­ur, varaþing­manns, og einnig stóð til að gera nýja vefsíðu fyr­ir flokk­inn í þeirri viðleitni að auka sýni­leika flokks­ins.

Í lok ræðunn­ar árétti Sig­urður Ingi að óráðlegt væri að sundra þjóðinni með því að hefja aðild­ar­viðræður við Evr­ópu­sam­bandið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert