Smáforrit styður við heilbrigðisþjónustu

Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala.
Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítala. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er mik­ill áhugi hjá okk­ur á hjarta­deild­inni að inn­leiða sta­f­ræn­ar lausn­ir inn í hefðbundna klín­íska heil­brigðisþjón­ustu. Þetta er verk­efni sem mun taka tíma og er auðvitað tals­verð breyt­ing á hefðbundnu vinnu­lagi og margt sem þarf að huga að. Við þurf­um að skoða hent­ug­asta vinnu­lagið, hvaða sjúk­linga­hóp­ar henta best fyr­ir svona nálg­un og tækn­in mun svo vafa­laust þró­ast áfram. En að mínu mati er þetta áhug­vert tæki­færi til að þróa með af­ger­andi hætti nýj­ar leiðir í sam­skipt­um sjúk­linga við heil­brigðis­kerfið.“

Þetta seg­ir Davíð O. Arn­ar, yf­ir­lækn­ir hjarta­lækn­inga á Land­spít­ala, um nýja smá­for­ritið sem deild­in hef­ur verið að prófa en það var þróað af ís­lenska heil­brigðis­tæknifyr­ir­tæk­inu Si­dekick Health. Davíð seg­ir sam­starfið hafa reynst gagn­legt til að bæta smá­for­ritið enn frek­ar.

Þessi sta­f­ræna lausn er þríþætt:

Í fyrsta lagi fjar­vökt­un­arþátt­ur, það er fimm til sex spurn­ing­ar með val­kost­um um svör fyr­ir hvern til­tek­in sjúk­dóm. Al­grími vinn­ur úr svör­un­um, tek­ur inn sta­f­ræn lífs­mörk þegar það er í boði, stig­ar sjúk­linga og merk­ir grænt, gult, rautt á skjá­borði og viðbrögðin ráðast af litn­um. Grænn þýðir stöðugt ástand, gul­ur minni­hátt­ar frá­vik og rauður meiri­hátt­ar frá­vik. Ef sjúk­ling­ur stig­ast gul­ur er aukið við tíðni vökt­un­ar en ef hann kem­ur upp rauður er haft sam­band við hann.

Í ann­an stað hvatn­ing og stuðning­ur til heilsu­efl­andi lífs­stíls með m.a. vönduðum mynd­bönd­um, hvatn­ing­ar­skila­boðum auk fræðslu­efn­is um sjúk­dóm­inn.

Í þriðja lagi sam­skiptagátt milli skjól­stæðings og heil­brigðis­starfs­manns og heil­su­markþjálfa.

Lof­ar góðu fyr­ir fram­haldið

Und­an­far­in þrjú ár hef­ur Land­spít­ali verið að gera vís­inda­rann­sókn­ir í sam­starfi við Si­dekick Health, ann­ars veg­ar á hópi ein­stak­linga með hjarta­bil­un og hins veg­ar með kran­sæðasjúk­dóm. Fyrstu niður­stöður eru ljós­ar og þar kom sitt­hvað áhuga­vert í ljós, að sögn Davíðs. Í rann­sókn­un­um var verið að bera sam­an hefðbundna nálg­un á móti hefðbund­inni nálg­un að viðbættri sta­f­rænu lausn­inni. „Við vor­um í raun fyrst og fremst að prófa hvort sta­f­ræn lausn hugnaðist sjúk­ling­um, það er kannski allra fyrsta skrefið.“

Mjög góð svör­un var meðal þátt­tak­enda í fjar­vökt­un­arþætt­in­um, yfir 90% voru með í henni allt rann­sókn­ar­tíma­bilið, ekki síst eldri sjúk­ling­ar, sem Davíð seg­ir lofa góðu fyr­ir fram­haldið. Aðrar lyk­il niður­stöður voru auk­in lífs­gæði voru hjá þeim sem höfðu verstu stig hjarta­bil­un­ar miðað við sam­an­b­urðar­hóp­inn. Betri þekk­ing varð á sjúk­dómn­um og bætt sjálfsu­mönn­un hjá hjarta­biluðum. Brjóst­verkj­um fækkaði hjá þeim sem höfðu kran­sæðasjúk­dóm. Einnig var mark­tæk lækk­un áhættuþátta hjarta­sjúk­dóma, það er blóðþrýst­ings, blóðsyk­urs og þríg­lýseríðs sem er ein af lyk­il­blóðfit­un­um. Mik­il þátt­taka var í lífs­stíls­hvetj­andi hlut­an­um, yfir 80% þátt­tak­enda voru virk allt rann­sókn­ar­tíma­bilið.

Nán­ar er rætt við Davíð í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert