Þarf að læra borgaralega óhlýðni

Kristín Þorsteinsdóttir hefur búið í Singapúr í tólf ár.
Kristín Þorsteinsdóttir hefur búið í Singapúr í tólf ár. mbl.is/Ásdís

Nokkuð langt er á milli þeirra ólíku staða Reykja í Hrútaf­irði og Singa­púr í Suðaust­ur-Asíu. Krist­ín Þor­steins­dótt­ir þekk­ir báða þessa staði vel; alin upp í ís­lenskri sveit en býr nú og starfar í Singa­púr, ein fimm Íslend­inga sem þar búa. Krist­ín var heima í stuttu stoppi um dag­inn og nýtti tím­ann til að heim­sækja fjöl­skyld­una í Hrútaf­irði en gaf sér tíma til að hitta blaðamann á kaffi­húsi í Reykja­vík rétt áður en lagt var af stað fljúg­andi yfir hálf­an hnött­inn.

Nota mikið rass­skell­ing­ar

„Þetta hef­ur verið skemmti­leg­ur tími í Singa­púr,“ seg­ir Krist­ín sem seg­ir að í Singa­púr sé mik­ill hrærigraut­ur þjóða. Rúm­ur helm­ing­ur er Singa­púr­ar en tæp­ur helm­ing­ur út­lend­ing­ar. Stétta­skipt­ing­in er mik­il því þarna er mikið af of­ur­ríku fólki, að sögn Krist­ín­ar, og hinn frægi Gini-stuðull sem mæl­ir ójöfnuð er hvergi jafn hár.

„Singa­púr er mjög dýrt land og ákveðnir hlut­ir, ekki all­ir þó, miklu dýr­ari en á Íslandi. Hús­næði hér er mjög dýrt og við leigj­um, og bíl­ar eru al­ger lúx­us, en til þess að eiga bíl þarftu að kaupa sér­stakt leyfi sem kost­ar jafn mikið og bíll­inn. Við eig­um ekki bíl enda er al­menn­ings­sam­göngu­kerfið hér mjög gott og vel hægt að kom­ast af án bíls. Ýmsar mat­vör­ur, eins og mjólk­ur­vör­ur, eru líka ansi dýr­ar,“ seg­ir hún.

Kristín, Salóme og Franck hafa notið lífsins í Singarpúr og …
Krist­ín, Salóme og Franck hafa notið lífs­ins í Singar­púr og notað tím­ann til að ferðast víða um Asíu.

„Landið er á stærð við Lang­jök­ul en hér búa sex millj­ón­ir manna. Hér er sama hita­stigið allt árið, um þrjá­tíu gráður, og þrúg­andi raki. Hér er stund­um svo heitt að krakk­ar geta ekki verið úti að leika yfir há­dag­inn, nema í sund­laug­inni og þá þarf að passa að brenna ekki. Dótt­ir mín er til dæm­is alltaf í síðerma sund­bol,“ seg­ir Krist­ín.

„Ég get orðið pirruð á hit­an­um og maður er ekki mikið úti, nema eldsnemma á morgn­ana eða eft­ir fjög­ur, fimm á dag­inn. Þótt það hljómi ótrú­lega þá er svona hiti og sól lýj­andi til lengd­ar,“ seg­ir Krist­ín.

„Hér er dauðarefs­ing við lýði og svo nota þeir rass­skell­ing­ar við hinu og þessu. Í covid voru strang­ar regl­ur en svo rann upp fyr­ir okk­ur að það var ekki sama hver braut af sér, Jón eða séra Jón. Eitt sinn voru fimm út­lend­ing­ar rekn­ir úr landi þegar þeir brutu sótt­varn­ar­regl­ur með því að drekka bjór úti á götu, en Singa­púr­ar fengu öðru­vísi meðferð við svipuðum brot­um. Und­ir það síðasta voru regl­urn­ar komn­ar út í al­gjöra vit­leysu,“ seg­ir Krist­ín, en þau voru inni­lokuð í land­inu í 20 mánuði.

„Við hefðum getað farið en ekki þá fengið að koma aft­ur inn í landið.“

Of­ur­verndað um­hverfi

Dótt­ir Krist­ín­ar, Salóme, er fædd og upp­al­in í Singa­púr en hún er nú tólf ára og eru þau far­in að hugsa sér til hreyf­ings. Salóme er í franska skól­an­um í Singa­púr, en nú er kom­inn tími til að hún kom­ist í öðru­vísi um­hverfi.

„Salóme þarf að kynn­ast ein­hverju öðru en þessu of­ur­verndaða um­hverfi. Hún hef­ur al­ist upp við svo mikl­ar regl­ur sem þarf að fylgja til hins ýtr­asta, sama hversu heimsku­leg­ar þær eru. Hún þarf að verða meira „street smart“ og læra kannski smá borg­ara­lega óhlýðni. Singa­púrskt mennta­kerfi er oft á toppi PISA-könn­un­ar­inn­ar fyr­ir frá­bær­an ár­ang­ur í stærðfræði en það er kannski minni áhersla á grein­ar sem krefjast sköp­un­ar­gáfu og krí­tískr­ar hugs­un­ar. Ann­ars end­ar þú með þjóð sem veður uppi og fer að spyrja spurn­inga og jafn­vel heimta auk­in mann­rétt­indi og prent­frelsi og það er senni­lega ekki í takt við nú­ver­andi stjórn­skipu­lag,“ seg­ir hún.

Kristín er hér í vinnunni; að taka út strönd fyrir …
Krist­ín er hér í vinn­unni; að taka út strönd fyr­ir viðskipta­vin sem leit­ar að góðum stað til að byggja hót­el.

„En án skap­andi hugs­un­ar verður auðvitað eng­in ný­sköp­un, sem stjórn­völd átta sig á, og því er verið að reyna að finna jafn­vægi, en það er ekki auðvelt.“

„Við erum á leið til Frakk­lands þar sem verða vænt­an­lega næg tæki­færi fyr­ir Salóme til að læra mót­mæli og borg­ara­lega óhlýðni. Ég veit ekki hvenær ég get dregið þau til að flytja til Íslands því sam­býl­ismaður minn og dótt­ir þola ekki kulda,“ seg­ir Krist­ín og bros­ir.

Ítar­legt viðtal er við Krist­ínu í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins um helg­ina. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert