Tímalína og trúnaðarsamskipti óljós

Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga …
Oddvitar ríkisstjórnarflokkanna – Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Kristrún Frostadóttir og Inga Sæland – voru ekki ýkja glaðbeittar með blaðamönnum eftir ríkisstjórnarfund í gær. Morgunblaðið/Eyþór

Blaðamenn voru varaðir við því í gær­morg­un að rík­is­stjórn­ar­fund­ur­inn yrði að lík­ind­um óvenju­lang­ur að þessu sinni. Þegar leið að há­degi luk­ust dyrn­ar var­lega upp og ráðherr­arn­ir lædd­ust út einn af öðrum, brostu vand­ræðal­ega og gengu niður hring­stig­ann af fimmtu hæð frek­ar en að troðast í lyft­una.

Fyr­ir utan fund­ar­sal rík­is­stjórn­ar­inn­ar tóku odd­vit­ar rík­is­stjórn­ar­flokk­anna sér stöðu til þess að ræða hvernig komið væri fyr­ir rík­is­stjórn­inni eft­ir að Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, mennta- og barna­málaráðherra, greindi óvænt frá því á fimmtu­dags­kvöld að hún hygðist segja af sér.

Óhætt er að segja að val­kyrj­urn­ar hafi haft mjög mis­mikið að gera á fund­in­um. Þar bar Kristrún Frosta­dótt­ir hit­ann og þung­ann af spurn­inga­hríð blaðamanna, Inga Sæ­land fékk nokkr­ar spurn­ing­ar sem lutu helst að næstu skref­um Flokks fólks­ins, en Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir var svo að segja stikk­frí.

Ásta Lóa lof­sung­in

Fram kom, eng­um að óvör­um, að af­sögn barna­málaráðherra hefði verið til umræðu á rík­is­stjórn­ar­fundi, en Inga sagði að ekk­ert væri afráðið um hver fyllti í skarð Ásthild­ar Lóu. Hins veg­ar notaði hún tæki­færið til þess að ausa hinn frá­far­andi ráðherra lofi og sagði hana hafa tekið hetju­lega ákvörðun með því að segja af sér.

Fréttamaður Rúv. minnti Ingu á að ráðherr­ann hefði eign­ast barn með barni, en ákvörðunin um af­sögn hefði ekki komið fyrr en aðrir hefðu kom­ist á snoðir um það, nefni­lega fjöl­miðlar. Spurð hvort hún tæki und­ir orð Ásthild­ar Lóu um að erfitt fjöl­miðlaum­hverfi væri aðalástæða af­sagn­ar­inn­ar kvaðst hún ekki þekkja til þeirra um­mæla.

Þá beind­ist at­hygl­in að Kristrúnu, sem minnt var á að hún hefði þekkt til mála­vöxtu í viku og spurð hvað hún hefði eig­in­lega aðhafst þann tíma. Hvort hún hefði gert eitt­hvað í mál­inu.

„Málið er enn þá opið í mála­skrá,“ sagði Kristrún. „En það þótti ekki við hæfi að veita einka­fund með for­sæt­is­ráðherra á þess­um tíma­punkti.“

Hún þver­tók hins veg­ar fyr­ir að hafa rætt málið við Ásthildi Lóu eða aðra, það hefði verið trúnaðarbrest­ur hefði hún gert það, enda hefði hún ekki fengið staðfest­ingu á sann­leiks­gildi ábend­ing­ar­inn­ar þegar þar var komið sögu.

For­sæt­is­ráðherra nefndi að ráðuneyti sínu bær­ist fjöld­inn all­ur af sam­bæri­leg­um er­ind­um, þar sem verið væri að vekja at­hygli á per­sónu­leg­um sög­um af ýmsu tagi.

Hún ít­rekaði hvað eft­ir annað að vanga­velt­ur um trúnaðarrof ættu ekki við. Upp­haf­legu fund­ar­beiðninni hefði fylgt at­huga­semd um að ef for­sæt­is­ráðherra vildi bjóða barna­málaráðherra að vera viðstadd­ur fund­inn væri það sjálfsagt. Kristrún sagði það fela í sér að nefna hefðu mátt fund­ar­beiðand­ann við barna­málaráðherra.

Blaðamenn spurðu tals­vert út í þá staðhæf­ingu, sér í lagi þar sem hún hefði ákveðið að eiga fund­inn ekki, en barna­málaráðherra hafði hins veg­ar sam­band við fund­ar­beiðanda, sem hafði talið að trúnaður­inn um nafn sitt væri ófrá­víkj­an­leg­ur.

Ber ekki ábyrgð á áreiti

For­sæt­is­ráðherra sagði að sér hefði verið alls ókunn­ugt um að barna­málaráðherr­ann myndi hafa uppi á fund­ar­beiðand­an­um og aftók að hún bæri nokkra ábyrgð á áreiti ráðherr­ans.

Hins veg­ar mætti einnig spyrja hvort sú staðreynd að málið væri enn opið á mála­skrá ráðuneyt­is­ins fæli ekki í sér að það væri allt und­ir trúnaði.

Kristrún var einnig spurð út í „leiðrétt­ingu“ sem hún gerði við frétt Rúv. um hvernig sam­skipt­um við barna­málaráðherra var háttað, en henni ber ekki sam­an við frá­sögn ráðherr­ans, sem seg­ir að Ólaf­ur Kjaran Árna­son, aðstoðarmaður Kristrún­ar, hafi haft sam­band við sig. Kristrún eyddi því, sagðist best vita hvað væri satt og rétt í því öllu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert