Tveggja milljóna króna sekt lögð á Sýn

Sýn þarf að greiða tveggja milljóna króna sekt.
Sýn þarf að greiða tveggja milljóna króna sekt. mbl.is/Hari

Fjöl­miðlanefnd hef­ur lagt tveggja millj­óna króna sekt á Sýn hf. Sekt­in er lögð á vegna aug­lýs­inga sem birt­ust á Vísi sem að mati Fjöl­miðlanefnd­ar voru aug­lýs­ing­ar á áfengi en bann við slík­um aug­lýs­ing­um er að finna í lög­um um fjöl­miðla.

Um­rædd­ar aug­lýs­ing­ar voru að finna á Vísi, 10. júní síðastliðinn. Báðar voru þær aug­lýs­ing­ar fyr­ir Vík­ing brugg­hús, önn­ur þeirra sýndi fullt glas af bjór ásamt vörumerki fyr­ir­tæk­is­ins en á hinni mátti sjá heiti brugg­húss­ins ásamt slag­orðinu „Yðar skál“. Hvergi á aug­lýs­ing­un­um var að finna fyr­ir­vara um að um lét­töl eða óá­feng­an bjór væri að ræða. 

Fjöl­miðlanefnd taldi að með birt­ingu aug­lýs­ing­anna hafi Sýn margít­rekað brotið gegn 4. mgr. 37. laga um fjöl­miðla en það er ákvæði lag­anna sem bann­ar áfengisaug­lýs­ing­ar. Taldi Fjöl­miðlanefnd því hæfi­legt í ljósi aðstæðna að sekt­in sem lögð væri á Sýn næmi tveim­ur millj­ón­um króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert