Vara við sykri og unnum matvælum

Næring barnshafandi kvenna sem og annarra er mikilvæg.
Næring barnshafandi kvenna sem og annarra er mikilvæg. Morgunblaðið/Sigurður Bogi

Ný rann­sókn sýn­ir að mataræði sem ein­kenn­ist af neyslu mik­ill­ar fitu, syk­urs og unn­ins mat­ar á meðgöngu get­ur aukið hættu á taugaþroskarösk­un­um eins og ADHD og ein­hverfu hjá börn­um.

Greint var frá niður­stöðum rann­sókn­ar­inn­ar í vís­inda­tíma­rit­inu Nature Meta­bol­ism á dög­un­um.

Rann­sókn­in var unn­in und­ir for­ystu vís­inda­fólks við Kaup­manna­hafn­ar­há­skóla en meðal þátt­tak­enda í henni var Þór­hall­ur Ingi Hall­dórs­son, pró­fess­or við mat­væla- og nær­ing­ar­fræðideild Há­skóla Íslands.

Rann­sókn­in byggðist á grein­ingu gagna úr fjór­um dönsk­um og banda­rísk­um gagna­bönk­um sem hafa að geyma m.a. upp­lýs­ing­ar um neyslu­mynst­ur yfir 60 þúsund kvenna á meðgöngu og ADHD-grein­ing­ar í hópi barna þeirra.

Jafn­framt rann­sakaði hóp­ur­inn blóðsýni úr bæði mæðrum og börn­um. Margt var und­ir og leit­ast við að mæla styrk til­tek­inna efna í lík­am­an­um, svo sjá mætti bet­ur mataræði og taugaþroska.

Í rann­sókn­inni fund­ust skýr tengsl á milli vest­ræns mataræðis hjá mæðrun­um og ADHD og ein­hverfu hjá börn­um þeirra. Vest­rænt mataræði ein­kenn­ist af mik­illi neyslu á feit­um, sykruðum og unn­um mat en lít­illi fisk-, græn­met­is- og ávaxta­neyslu.

Vís­inda­menn­irn­ir benda á að jafn­vel til­tölu­lega lít­il breyt­ing á mataræði móður í átt að því vest­ræna auki lík­ur á að barn grein­ist með ADHD um 66% og um 122% sé litið til ein­hverfu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert