Vilja að börn fái frítt í strætó

Tillögunni var vísað til umsagnar Strætó bs.
Tillögunni var vísað til umsagnar Strætó bs. mbl.is/Árni Sæberg

Full­trú­ar í ung­mennaráði Grafar­vogs hafa lagt fram til­lögu um að frítt verði í strætó fyr­ir 18 ára og yngri á höfuðborg­ar­svæðinu. Þetta taki gildi 1. janú­ar 2027.

Á síðasta fundi um­hverf­is- og skipu­lags­ráðs Reykja­vík­ur var samþykkt að vísa til­lög­unni til um­sagn­ar Strætó bs.

Um­hverf­is- og skipu­lags­ráð ósk­ar sér­stak­lega eft­ir að upp­lýst verði hvaða tekj­ur Strætó fær í dag af ald­urs­hópn­um 12-17 ára og hver reynsl­an var af því þegar ókeyp­is var fyr­ir náms­menn í strætó frá 2006 til 2010.

Þá spyr ráðið hver séu rök­in að baki því að gjald­skylda hefj­ist við 12 ára ald­ur.

Í grein­ar­gerð með til­lögu ung­mennaráðsins seg­ir m.a. að það að hafa gjald­frjálst í strætó fyr­ir 18 ára og yngri stuðli að aukn­um jöfnuði þar sem all­ir ung­ling­ar óháð efna­hag hefðu aðgang að al­menn­ings­sam­göng­um.

Um­fjöll­un­ina má lesa í heild sinni í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert