25 menntamálaráðherrar sækja fund í Hörpu

Halla Tómasdóttir veitir Ásthildi Lóu, mennta- og barnamálaráðherra, lausn frá …
Halla Tómasdóttir veitir Ásthildi Lóu, mennta- og barnamálaráðherra, lausn frá embætti í dag. mbl.is/Karítas

Leiðtoga­fund­ur ISTP hefst á morg­un í Hörpu. Fund­ur­inn er einn stærsti vett­vang­ur sam­tals mennta­mála­yf­ir­valda og stétt­ar­fé­laga kenn­ara í lönd­um OECD.

Á fund­inn koma 25 mennta­málaráðherr­ar og kenn­ara­for­ysta þátt­töku­ríkja sam­an ásamt sendi­nefnd­um OECD og Alþjóðlegu kenn­ara­sam­tak­anna til að ræða mál­efni kenn­ara og menntaum­bæt­ur. Alls er gert ráð fyr­ir um 200 þátt­tak­end­um frá 24 ríkj­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá mennta- og barna­málaráðuneyt­inu.

Fund­ur­inn hef­ur verið hald­inn ár­lega frá ár­inu 2011, en er nú hald­inn í fyrsta sinn á Íslandi. Um er að ræða stærsta alþjóðlega fund leiðtoga á sviði mennta­mála sem hald­inn hef­ur verið á Íslandi.

Nýr mennta- og barna­málaráðherra tek­ur við af Ásthildi Lóu Þórs­dótt­ur í dag. Boðað hef­ur verið til rík­is­ráðsfunda á Bessa­stöðum í dag. Hefst sá fyrri klukk­an 15 en sá síðari klukk­an 15.15. 

Ekki hef­ur feng­ist staðfest hver það er sem tek­ur við af Ásthildi Lóu, en heim­ild­ir Rík­is­út­varps­ins herma að Guðmund­ir Ingi Krist­ins­son taki við kefl­inu. 

Alþingiskosningar 2024
Alþing­is­kosn­ing­ar 2024 Karítas Sveina Guðjóns­dótt­ir

Vænt­an­lega verður fyrsta verk nýs mennta- og barna­málaráðherra að sækja leiðtoga­fund­inn á morg­un. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert