„Æðsti draumur minn hafði ræst“

Ásta Dóra að fara inn í Curtis-tónlistarskólann þar sem hún …
Ásta Dóra að fara inn í Curtis-tónlistarskólann þar sem hún fór í áheyrnarprufu í von um að vera ein af þeim þremur nemum sem kæmust inn. Ljósmyndir/Finnur Þorgeirsson

„Ég trúi þessu eig­in­lega ekki enn þá,“ seg­ir Ásta Dóra Finns­dótt­ir, sem fékk svar frá ein­um virt­asta tón­list­ar­skóla heims, Curt­is Institu­te of Music í banda­rísku borg­inni Fíla­delfíu, fyr­ir viku.

Hún er fyrsti ís­lenski pí­anó­leik­ar­inn sem kemst inn í skól­ann, en hann tek­ur inn mjög fáa nem­end­ur á hverju ári og aðeins þrír nem­end­ur eru tekn­ir inn af þeim 64 pí­anónem­end­um sem komust í áheyrn­ar­pruf­ur hjá skól­an­um. Aðeins 160 nem­end­ur stunda nám í Curt­is-tón­list­ar­há­skól­an­um á ári og þrír starfs­menn eru á hverja fjóra nem­end­ur, sem er með því besta sem ger­ist í heim­in­um.

Ásta Dóra sótti um fimm tón­list­ar­há­skóla, þ. á m. Pea­bo­dy í Baltimore og Juilli­ard í New York. Hún fór með föður sín­um, Finni Þor­geirs­syni, í tvær ferðir í fe­brú­ar og núna í mars bæði til Kan­ada og Banda­ríkj­anna. Í seinni ferðinni sem var núna fyrr í mánuðinum fór hún í áheyrn­ar­pruf­ur hjá Juilli­ard og endaði í prufu hjá Curt­is.

Curtis Institute of Music í Fíladelfíu var stofnaður árið 1924 …
Curt­is Institu­te of Music í Fíla­delfíu var stofnaður árið 1924 af Mary Louise Curt­is Bok og er einn virt­asti tón­list­ar­skóli heims. Ljós­mynd/​Finn­ur Þor­geirs­son

Tvær um­ferðir

„Ég var ekk­ert vongóð um að kom­ast inn og hugsaði með mér að ég myndi bara gera mitt besta og ef það gengi ekki væri það eng­inn áfell­is­dóm­ur um mig, held­ur væri á þess­um degi ein­hver ann­ar í hópn­um að standa sig aðeins bet­ur en ég,“ seg­ir Ásta Dóra og bæt­ir við að það sé nauðsyn­legt að hafa ákveðið æðru­leysi við þess­ar aðstæður þar sem sam­keppn­in er gíf­ur­leg.

Fyrsta um­ferð fór fram 8. og 9. mars og lék Ásta seinni dag­inn. Þá um kvöldið voru niður­stöður kynnt­ar og Ásta Dóra var ein af þeim sex sem fengu að taka þátt í seinni áheyrn­ar­pruf­unni, sem var helm­ingi lengri en sú fyrri. „Ég hélt að ég væri búin að glata stærsta tæki­færi lífs míns, því mér fannst ég ekki spila eins og ég get gert best,“ seg­ir Ásta Dóra.

Nem­end­um var síðan til­kynnt að niðurstaða kæmi í tölvu­pósti 1. apríl, á sama tíma og niður­stöður áttu að ber­ast frá Juilli­ard og Pea­bo­dy. Það gekk þó ekki eft­ir því feðgin­in voru varla kom­in heim þegar bréf var komið til Ástu Dóru og hún hafði kom­ist inn. „Þegar ég opnaði bréfið og sá það öskraði ég af gleði. Æðsti draum­ur minn hafði ræst.“

Til gam­ans má geta þess að kenn­ari í dóm­nefnd­inni sem færði þeim frétt­irn­ar um inn­göng­una er son­ur Al­ex­and­ers Solzhenit­syn og heit­ir Ignat Solzhenit­syn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær, laug­ar­dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert